Bæjarráð

3183. fundur 11. júní 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3183. fundur
11. júní 2009   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Sjávarútvegsmál - umræða
2009050041
12. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 19. maí 2009:
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði eftir að sjávarútvegsmál yrðu tekin til umræðu í bæjarstjórn.
Tilefnið er fyrirhuguð fyrningarleið ríkisstjórnarinnar á kvóta sjávarútvegsfyrirtækja.
Jóhannes Gunnar Bjarnason lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrar skorar á ríkisstjórn Íslands að endurskoða þau áform sín að fara svokallaða fyrningarleið í úthlutun fiskikvóta gagnvart útgerðarfyrirtækjum á Íslandi.  Flestum ber saman um að núverandi kvótakerfi er gallað og mun eðlilegra að sníða þá vankanta af en fara þessa leið.  Rekstrargrundvöllur og áætlanir eru í uppnámi vegna fyrirhugaðra breytinga og við slíkt getur undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar ekki búið til lengri tíma."
Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til bæjarráðs og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Dýrleif Skjóldal, Kristín Sigfúsdóttir, Víðir Benediktsson og Jóhannes Gunnar Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.

Pétur Sigurðsson formaður smábátafélagsins Kletts mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Pétri fyrir umræðuna á fundinum og ítrekar bókun sína frá 14.maí sl.
Sjávarútvegsráðherra hefur upplýst að hann hefur sett á laggirnar starfshóp sem mun fara gaumgæfilega yfir málið og freista  þess að ná sátt í þjóðfélaginu um endurskoðun  á  fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Bæjarráð leggur áherslu á að í  þeirri  vinnu verði  kallað eftir sjónarmiðum allra hagsmunaaðila af landinu öllu. Brýnt er að eyða eins fljótt og kostur er þeirri óvissu sem skapast hefur.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.
 

       
Jóhannes Gunnar Bjarnason óskar bókað:
  "Bæjarfulltrúi  Framsóknarflokksins Jóhannes Gunnar Bjarnason skorar á ríkisstjórn Íslands að endurskoða þau áform sín að fara svokallaða fyrningarleið í úthlutun fiskikvóta gagnvart útgerðarfyrirtækjum á Íslandi.  Flestum ber saman um að núverandi kvótakerfi er gallað og mun eðlilegra að sníða þá vankanta af en fara þessa leið.  Rekstrargrundvöllur og áætlanir eru í uppnámi vegna fyrirhugaðra breytinga og við slíkt getur undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar ekki búið til lengri tíma."

2.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur janúar-apríl 2009
2009050054
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar mættu á fundinn undir þessum lið..
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra og deildarstjóra framkvæmdadeildar yfirferðina á fundinum og leggur áherslu á að Slökkvilið Akureyrar leiti allra leiða til að halda sig innan fjárhagsáætlunar.


3.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 5. júní 2009.
Lagt fram til kynningar


4.          Styrktarsjóður EBÍ 2009
2009060007
Erindi dags. 28. maí 2009 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2009.
Bæjarráð hvetur nefndir og deildir bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir  reglur sjóðins og að senda umsóknir hið fyrsta.


5.          Rafrænar kosningar - tilraunaverkefni
2009060004
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 4. júní sl. en þá fól bæjarráð bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
Bæjarráð fagnar því að rafræn kjörskrá fyrir landið allt sé í smíðum.  Bæjarráð  telur að of mikill kostnaður sé fólginn í að fara með jafn fjölmennt sveitarfélag og Akureyri er í tilraunaverkefni um rafræna atkvæðagreiðslu.  Bæjarstjóra falið að svara erindinu.


6.          Sérstakar húsaleigubætur
2009050140
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. júní 2009:
Lagt fram minnisblað og drög að reglum um sérstakar húsaleigubætur.  Karl Guðmundsson bæjarritari og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mættu á fundinn.
Félagsmálaráð samþykkir að farin verði leið 3 í minnisblaði og vísar málinu til bæjarráðs.
Jón Heiðar Daðason mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs  og vísar reglum um sérstakar húsaleigubætur til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


7.          Þjónustumiðstöðvar Víðilundi og Bugðusíðu - gjaldskrá 2009
2009060061
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. júní 2009:
Olga Ásrún Stefánsdóttir forstöðumaður kynnti tillögu að gjaldskrárbreytingum í þjónustumiðstöðvunum.
Félagsmálaráð samþykkir gjaldskrárbreytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingarnar.
Baldvin H. Sigurðsson og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.


8.          Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2009
2009050085
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 28. maí sl.
Bæjarráð fór yfir  þær breytingar sem gerðar  voru á samþykktum félagsins og samþykkir þær fyrir sitt leyti.
Boðað hefur verið til framhaldsaðalfundar AFE mánudaginn 15. júní nk. kl. 10.00 í húsakynnum AFE.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum. Jafnframt eru tilnefnd til eins árs í stjórn  AFE  þau  Helena Þ. Karlsdóttir, kt. 280867-5789 og Baldvin Esra Einarsson, kt. 091079-3489 og til vara Bjarni Jónasson, kt. 270755-0039.


Formaður Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi kl. 10.50 og Sigrún Stefánsdóttir varaformaður tók við stjórn fundarins.Fundi slitið.