Bæjarráð

3182. fundur 04. júní 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3182. fundur
4. júní 2009   kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Jóhannes Gunnar Bjarnason boðaði forföll sín á fundinn og varamanns sömuleiðis.

1.          Alþingiskosningar 2009
2009020006
Lagt fram bréf dags. 12. maí 2009 frá Helga Teiti Helgasyni formanni kjörstjórnar Akureyrarkaupstaðar varðandi framgöngu kosninga til Alþingis og sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps í eitt sveitarfélag þann 25. apríl sl.
Helgi Teitur Helgason formaður kjörstjórnar og Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður yfirkjörstjórnar mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Helga Teiti og Ingu Þöll fyrir kynningu og umræður á fundinum. Ljóst er að á kjörfundi þann 25. apríl sl. komu upp ófyrirsjáanleg vandamál við framkvæmd kosninganna sem nauðsynlegt er að bregðast við fyrir næstu kosningar.
Bæjarráð lýsir fullu trausti til núverandi kjörstjórnar og óskar eftir því að hún leggi fram tillögur um breytingar á fyrirkomulagi næstu kosninga.


2.          Rafrænar kosningar - tilraunaverkefni
2009060004
Erindi dags. 28. maí 2009 frá Samgönguráðuneytinu þar sem kynnt er tilraunaverkefni sem ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að hrinda af stað um rafrænar kosningar að hluta eða öllu leyti í tveimur sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningum sem verða í maí 2010. Óskað er eftir viðbrögðum frá þeim sveitarfélögum sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefninu eigi síðar en 19. júní nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.


3.          Melateigur 1-41 - skipulag
2006020090
Lögð fram til afgreiðslu lokatillaga Akureyrarbæjar vegna Melateigs.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsyfirvalda.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann tekur ekki undir afgreiðslu málsins.
4.          Sumarvinna skólafólks 17-25 ára
2009050052
Lögð fram tillaga dags. 4. júní 2009 að tilhögun sumarvinnu skólafólks 17-25 ára sumarið 2009.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra.


5.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lagðar fram fundargerðir viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí í 4 liðum og 28. maí 2009 í 6 liðum.
Bæjarráð vísar 2. og 4. lið úr viðtalstíma þann 14. maí til skipulagsnefndar og 1. og 3. lið til framkvæmdadeildar.
Ráðið vísar 1. 4. og 6. lið úr fundargerð frá 28. maí til framkvæmdadeildar, 2. lið til skipulagsdeildar og 5. lið til samfélags- og mannréttindadeildar til skoðunar. Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


6.          Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2009
2009040067
Erindi dags. 28. maí 2009 frá Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra þar sem boðað er til aðalfundar Minjasafnsins á Akureyri 2009  fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 15:00 í sal Zontaklúbbs Akureyrar að Aðalstræti 54.
Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.


7.          Orkuvörður ehf - aðalfundur 2009
2009060002
Erindi dags. 30. maí 2009 þar sem boðað er til aðalfundar Orkuvarðar ehf föstudaginn 12. júní 2009 kl. 14:00-16:00 í fundarherbergi á 2. hæð Rannsókna- og Nýsköpunarhúss að Borgum, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.


8.          Fjölskylduhátíð í Hrísey 2009 - styrkbeiðni
2009060001
Erindi dags. 28. maí 2009 frá Guðrúnu Kristjánsdóttur f.h. Markaðsráðs Hríseyjar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 600.000 til að halda Hríseyjarhátíðina dagana 17.- 19. júlí nk.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu Akureyrarstofu.


9.          Umferðaröryggisáætlun
2006010095
Erindi dags. 27. maí 2009 frá Sigurði Helgasyni verkefnisstjóra hjá Umferðarstofu þar sem hann meðal annars hvetur til þess að gerð verði umferðaröryggisáætlun hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsnefndar.


10.          Háskólinn á Akureyri
2009060003
Rætt um hugmyndir nefnda á vegum ríkisins um fækkun háskóla í landinu.
Bæjarráð Akureyrar fjallaði um málefni  Háskólans á Akureyri og  lýsir sig  mótfallið hugmyndum um að Háskólinn á Akureyri verði gerður að útibúi frá háskóla með höfuðstöðvar í Reykjavík. Frá árinu 1987 hefur HA  verið leiðandi í uppbyggingu háskólamenntunar á landsbyggðinni og  skilað miklum fjölda háskólamenntaðs fólks  sem gegnir   mikilvægu hlutverki við uppbyggingu atvinnulífs um allt land.  Náið samstarf háskólans og samfélagsins  hefur verið eitt aðalsmerki HA  og sjálfstæði háskólans hefur gert honum kleift að bregðast fljótt við nýjum áskorunum, verkefnum og hugmyndum og tengja rannsóknastarfið þeim málum sem brenna á nærsamfélaginu.  Háskólinn á Akureyri er jafnframt leiðandi í uppbyggingu fjarnáms um allt land og hefur veitt miklum fjölda fólks tækifæri til að stunda háskólanám án tillits til búsetu og áform eru um að efla það enn frekar.
HA hefur gengið í gengum mikla endurskipulagningu á sínum rekstri og þar hefur náðst að skapa hagkvæma rekstrareiningu sem rekin hefur verið innan ramma fjárlaga síðastliðin ár. Með auknu samstarfi við aðra háskóla geta ýmsir möguleikar skapast á enn frekari hagræðingu í rekstri skólans.  
Með því að leggja af yfirstjórn Háskólans á Akureyri og stýra skólanum frá miðlægri stofnun í Reykjavík væri  hinu  mikilvæga hlutverki og sérstöðu háskólans ógnað og á það getur bæjarráð ekki fallist.
Ef aðeins á að gera ráð fyrir 2 háskólum í landinu er eðlilegt að annar sé utan höfuðborgarsvæðisins.


11.          Eflingarsamningar - umsóknir 2009
2009010103
Lögð fram umsókn um eflingarsamning frá Fiskistjörnunni ehf, kt. 450309-0600.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem fyrirtækið er í samkeppnisrekstri.


12.          Endurskoðunarnefnd Akureyrarbæjar
2009050053
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 14. maí sl.
Bæjarráð skipar skoðunarmenn reikninga hjá Akureyrarbæ, Hermann Óskarsson og Jakob Björnsson, auk fulltrúa tilnefndum af Háskólanum á Akureyri í endurskoðunarnefndina.


Þegar hér var komið vék Karl Guðmundsson bæjarritari af fundi kl. 11.10.


13.          Búsæld ehf - greiðsluskilmálar kaupsamnings
2007120064
Erindi dags. 26. maí 2009 frá Sigmundi E. Ófeigssyni og Árna Magnússyni f.h. Búsældar ehf þar sem óskað er eftir að greiðsluskilmálum kaupsamnings dags. 19. desember 2007 sem breytt var á árinu 2008 verði breytt.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttum greiðsluskilmálum og felur fjármálastjóra að ganga frá málinu.


14.          Umferðarstýrð ljós - Bugðusíða og Borgarbraut
2009040002
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 22. maí 2009:
Tekið fyrir svar frá skipulagsnefnd vegna erindis framkvæmdaráðs dags. 28. apríl 2009 þar sem óskað var álits skipulagsnefndar um að biðskylda verði staðsett á Borgarbraut í stað Bugðusíðu.
Samkvæmt svari skipulagsnefndar er mælt með gerð hringtorgs á gatnamótunum og þ.a.l. meiri kostnaði við framkvæmdina en ráð var fyrir gert.
Framkvæmdaráð vísar því málinu til bæjarráðs þar sem það hefur í för með sér kostnað sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Bæjarráð getur ekki lagt til viðbótarfjármagn til gerðar hringtorgs.


15.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2009
2009050054
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til apríl 2009.
Gunnar Gíslason fræðslustjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að deildir og stofnanir haldi sig innan samþykktra fjárheimilda ársins. Bæjarráð felur hagsýslustjóra Jóni Braga Gunnarssyni að óska eftir upplýsingum frá deildum og stofnunum um það til hvaða aðgerða þær hyggist grípa til að ná þessu markmiði.Fundi slitið.