Bæjarráð

3181. fundur 28. maí 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3181. fundur
28. maí 2009   kl. 08:30 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2009
2009050085
Erindi dags. 14. maí 2009 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem boðað er til aðalfundar þann 28. maí nk. kl. 10:00 í Vín Eyjafjarðarsveit.
Einnig lögð fram tillaga stjórnar Atvinnuþróunarfélagsins að nýrri samþykkt og drög að reglum um fundarsköp.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs Hermanni Jóni Tómassyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Formanni  falið að koma á framfæri sjónarmiðum Akureyrarbæjar varðandi tillögu stjórnar AFE að nýrri samþykkt og drögum að reglum um fundarsköp. Bæjarráð leggur til að kosning nýrrar stjórnar samkvæmt samþykktum fari fram á aðalfundi 2010. Núverandi stjórn sitji þangað til.


2.          Landskerfi bókasafna hf - aðalfundur 2009
2009050123
Erindi dags. 19. maí 2009 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 4. júní nk. kl. 15.00 að Borgartúni 37 í Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarritara Karli Guðmundssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Bæjarritari Karl Guðmundsson vék af fundi kl. 09.00.


3.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 22. maí 2009.
Lagt fram til kynningar.


4.          Hreyfing og útivist
2009020118
Lagt fram bréf móttekið 15. maí 2009 frá Jónatan Magnússyni verkefnastjóra Hreyfingar og útivistar og Stefáni Gunnlaugssyni formanni KA þar sem þeir segja frá hvernig til tókst með verkefnið Hreyfing og útivist.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með vel heppnað verkefni og þakkar aðstandendum þess frábært starf í þágu íbúa á Akureyri.


5.          G.V. Gröfur ehf - framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar vegna gatnagerðar 2009-2012
2009050136
Erindi dags. 18. maí 2009 frá G.V. Gröfum ehf varðandi framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar vegna gatnagerðar 2009-2012.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni og deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni að taka saman minnisblað um málið.


6.          Sérstakar húsaleigubætur
2009050140
Kynnt drög að sérstökum húsaleigubótum.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi kl. 09.35.


7.          Dómur í máli nr. E-341/2008
2008060016
Lagt fram minnisblað dags. 27. maí 2009 frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hrl. varðandi dóm í máli nr. E-341/2008.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að áfrýja dómnum.
Baldvin H. Sigurðsson og Jóhannes Gunnar Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann er ekki sammála því að áfrýja dómnum.Fundi slitið.