Bæjarráð

3180. fundur 14. maí 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3180. fundur
14. maí 2009   kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Oddur Helgi Halldórsson mætti á fundinn kl. 09.18.

1.          Umfjöllun um sjávarútvegsmál
2009050041
Kristján Vilhelmsson formaður Útvegsmannafélags Norðurlands mætti á fundinn undir þessum lið, en hann hafði  óskað eftir að koma á fund bæjarráðs og ræða  fyrirhugaða fyrningaleið í sjávarútvegi.
Formaður lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir m.a.:  
   "Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem framundan er.  Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða."

Bæjarráð Akureyrar tekur heilshugar undir þetta.  Það er löngu tímabært að skapa vinnufrið í íslenskum sjávarútvegi og ná sátt um stjórn fiskveiða.  
Bæjarráð leggur áherslu á að við fyrirhugaða endurskoðun laga um stjórn fiskveiða verði haft samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi með það að markmiði að tryggja að fiskveiðar og vinnsla Íslendinga skapi þjóðinni sem mest verðmæti.  Jafnframt verði áhersla lögð á að eyða eins fljótt og kostur er þeirri óvissu sem skapast hefur vegna þessarar fyrirhuguðu endurskoðunar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða bókun.
Jóhannes Gunnar Bjarnason sat hjá við afgreiðslu.
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi tók ekki afstöðu til bókunarinnar.


2.          Norðurskel ehf - aðalfundur 2009
2009050025
Erindi dags. 30. apríl 2009 frá stjórn Norðurskeljar ehf þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 15. maí nk. kl. 14.00 að Sandhorni í Hrísey.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.3.          Málræktarsjóður - aðalfundur 2009
2009050038
Erindi dags. 8. maí 2009 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs.  Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 12. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Bæjarráð tilnefnir Hólmkel Hreinsson sem aðalmann og Þórgný Dýrfjörð sem varamann í fulltrúaráðið.


4.          Fóðurverksmiðjan Laxá hf - aðalfundur 2009
2009050039
Erindi ódags., móttekið 11. maí 2009 frá framkvæmdastjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf þar sem boðað er til aðalfundar þann 19. maí nk. kl. 15:00 í Stássinu/Greifanum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.


5.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 8. maí 2009.
Lagt fram til kynningar.


6.          Sumarvinna skólafólks 17-25 ára
2009050052
Farið yfir hugmyndir um fyrirkomulag sumarið 2009.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir þær hugmyndir um fyrirkomulag sem kynntar voru ráðinu og felur starfsmannastjóra að gera könnun á þörf fyrir sumarvinnu skólafólks 17-25 ára.


7.          Endurskoðunarnefnd Akureyrarbæjar
2009050053
Lögð fram tillaga að skipun nefndarinnar.
Afgreiðslu frestað.


8.          Hækkun á búfjárleyfum og leigu á beitarhólfum
2009040072
Erindi dags. 4. maí 2009 frá Erlingi Guðmundssyni f.h. stjórnar Hestamannafélagsins Léttis varðandi hækkun á búfjárleyfum og leigu á beitarhólfum. Stjórn hestamannafélagsins óskar eftir að Akureyrarbær endurskoði ákvörðun sína með tilliti til annarra hækkana og efnahagsástands heimilanna.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


9.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2008 - síðari umræða
2009030026
12. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. maí 2009.
Bæjarráð vísar umræðu um ársreikninginn til næsta fundar bæjarráðs.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri, Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2008 til síðari umræðu í bæjarstjórn.


10.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2009
2009050054
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til mars 2009.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


11.          Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2009
2009050021
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.


12.          Viðmiðunarreglur fyrir Frístund í grunnskólum Akureyrar
2009010253
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 4. maí 2009:
Lagðar voru fyrir fundinn tillögur að breytingum á viðmiðunarreglum fyrir Frístund í grunnskólum Akureyrar og tillögur að nýrri gjaldskrá sem felur í sér lækkun á niðurgreiðslu vegna Frístunda.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að viðmiðunarreglum fyrir Frístund í grunnskólum Akureyrar. Einnig samþykkir skólanefnd fyrir sitt leyti nýja gjaldskrá fyrir Frístund sem taki gildi frá og með 1. ágúst 2009. Gjaldskráin felur í sér að hver klukkustund kosti kr. 280 og að lágmarki verður að kaupa 20 klukkustundir á mánuði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.Fundi slitið.