Bæjarráð

3179. fundur 07. maí 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3179. fundur
7. maí 2009   kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Grenndarstöðvar og úrgangsmál - kynning
2009050009
Gunnar Garðarsson frá Sagaplasti ehf mætti á fundinn og kynnti grenndarstöðvar og úrgangsmál.
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Gunnari kynninguna og beinir því til umhverfisnefndar og framkvæmdaráðs að skoða hugmyndir hans.


2.          Hafnasamlag Norðurlanda bs - aðalfundur 2009
2009050008
Boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands bs miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 12:00 í hafnarhúsinu við Fiskitanga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


3.          Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2009
2009050011
Erindi dags. 29. apríl 2009 frá Kára Arnóri Kárasyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins fimmtudaginn 28. maí nk. í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.


4.          Ósk um lækkun á ústvari
2009040103
Erindi dags. 24. apríl 2009 þar sem óskað er eftir lækkun á útsvari fyrir árin 2003-2007.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


5.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð 8. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 30. apríl 2009. Fundargerðin er í 9 liðum.


Bæjarráð vísar 3., 4., 6. og 8. lið til framkvæmdadeildar og 5. lið til skipulagsdeildar.
Varðandi 7. lið felur bæjarráð fjármálastjóra að ræða við hlutaðeigandi.
Aðrir liðir voru afgreiddir í viðtalstímanum.


6.          Hafnarstræti 97 - kaup- og verksamningur
2007020051
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 16. apríl sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Baldvin H. Sigurðsson og Jóhannes Gunnar Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.


7.          Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar - styrkbeiðni 2009
2009040098
Erindi dags. 24. apríl 2009 frá Jónu Lovísu Jónsdóttur framkvæmdastjóra ÆSKÞ og presti við Akureyrarkirkju þar sem óskað er eftir stuðningi við unglinga sem eru í Æskulýðsfélagi kirkjunnar í bæjarfélaginu vegna Landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar sem haldið verður dagana 16.- 18. október nk. í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


8.          Þjónustuíbúðir Klettatúni 2 - húsaleiga
2009040080
1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 27. apríl 2009:
Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra búsetudeildar að breytingu á húsaleigu í þjónustuíbúðunum í Klettatúni til samræmis við húsaleigu í sambærilegum þjónustuíbúðum á vegum deildarinnar.
Félagsmálaráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra búsetudeildar fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


9.          Dagsektir - öryggismál og byggingaframkvæmdir 2009
2009010145
Liðir 21, 22 og 23 í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu skipulagsstjóra um tímafrest og beitingu dagsekta vegna öryggisráðstafana á lóð nr. 5 og nr. 7 við Fossatún og lóð nr. 6 við Þrumutún.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57. gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð  að tillagan verði samþykkt. Ennfremur heimilar skipulagsnefnd skipulagsstjóra að gera nauðsynlegar úrbætur á lóðunum á kostnað lóðarhafa sbr. mgr. 210.2 í byggingarreglugerð ef ekki verður staðið við gefinn frest til úrbóta.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


10.          Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2009
2009050021
Lagt fram minnisblað dags. 6. maí 2009 frá fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni og skipulagsstjóra Pétri Bolla Jóhannessyni.
Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og skipulagsstjóra að ganga frá breytingum á reglum bæjarins í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir skipulagsnefnd og bæjarráð.


11.          Menningarhúsið Hof - drög að samningum
2008020172
Lögð fram drög að samningum um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur Menningarfélagsins Hofs.
Lagt fram til kynningar.12.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2008 - síðari umræða
2009030026
12. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 5. maí 2009.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð vísar umræðu um ársreikninginn til næsta fundar bæjarráðs.Fundi slitið.