Bæjarráð

3178. fundur 30. apríl 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3178. fundur
30. apríl 2009   kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Sameining Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar - úrslit kosninganna
2007110066
Lagt fram bréf dags. 27. apríl 2009 frá Helga Teiti Helgasyni formanni kjörstjórnarinnar á Akureyri þar sem úrslit  kosninganna 25. apríl 2009 um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps eru tilkynnt.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með niðurstöðu kosninganna og þakkar kjörstjórn og starfsmönnum fyrir þeirra vinnu.


2.          Veiðifélag Fnjóskár - aðalfundur 2009
2009040066
Boðað var til aðalfundar Veiðifélags Fnjóskár sem haldinn var að Skógum í Fnjóskadal mánudaginn 27. apríl 2009  kl. 20:00.
Fjármálastjóri Dan Jens Brynjarsson sótti fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.


3.          Hagsmunasamtök heimilanna - styrkbeiðni 2009
2009040053
Erindi dags. 11. apríl 2009 frá Friðriki Ó. Friðrikssyni f.h. stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 400.000 til að standa undir rekstrarkostnaði samtakanna á starfsárinu 2009.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


4.          Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - ársreikningur 2008
2008090060
Lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2008.
Einnig lögð fram fundargerð 118. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 1. apríl 2009.
Lagt fram til kynningar.


5.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð 7. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 16. apríl 2009. Fundargerðin er í 5 liðum.
Bæjarráð vísar 2. og 5. lið til framkvæmdadeildar og 4. lið til íþróttadeildar og Fasteigna Akureyrarbæjar.


6.          Regluvörður hjá Akureyrarbæ - staðgengill
2009040057
Erindi dags. 15. apríl 2009 frá Fjármálaeftirlitinu er varðar skipun staðgengils regluvarðar hjá Akureyrarbæ.
Bæjarráð skipar Jón Braga Gunnarsson hagsýslustjóra staðgengil regluvarðar hjá Akureyrarbæ.


7.          Velferðarvaktin - ábendingar til sveitarfélaga
2009030081
Erindi dags. 15. apríl 2009 frá Velferðarvaktinni þar sem vakin er athygli á vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar.
Lagt fram til kynningar.


8.          Barnaverndarstofa - samningur
2008100080
Lagður fram samningur dags. 22. apríl 2009 um meðferðarúrræði fyrir unglinga með hegðunarerfiðleika og fjölskyldur þeirra.
Bæjarráð fagnar samningnum og telur að í honum felist viðurkenning á því góða starfi sem unnið hefur verið á vegum skóladeildar og fjölskyldudeildar.


9.          Dagsektir vegna öryggismála á byggingarlóðum - innheimtuferill
2009040090
Lögð fram tillaga um meðferð á álögðum dagsektum vegna öryggismála á byggingarlóðum.
Bæjarráð samþykkir tillögur að verklagsreglum um innheimtuferil dagsekta vegna öryggismála á byggingarlóðum.


10.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 24. apríl 2009.
Lagt fram til kynningar.


11.          Slysavarnafélagið Landsbjörg - leiga á Íþróttahöll vegna landsþings
2009040092
Tölvupóstur dags. 20. apríl 2009 frá Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem hann óskar eftir því að Akureyrarbær styrki félagið með því að veita félaginu afnot af Íþróttahöllinni án endurgjalds vegna landsþings þess dagana 15. og 16. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið með því að veita því afnot af Íþróttahöllinni án endurgjalds. Styrkurinn greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.


12.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2008
2009030026
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2008.
Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Ari Stefánsson endurskoðendur frá KPMG mættu á fundinn, skýrðu ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum.
Einnig sátu Kristján Þór Júlíusson bæjarfulltrúi og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri fundinn undir þessum lið
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2008 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


Jóhannes Gunnar Bjarnason vék af fundi kl. 10.35.


13.          Önnur mál
2009010001
Bæjarritari Karl Guðmundsson lagði fram upplýsingar vegna fyrirspurnar Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar á fundi bæjarráðs 16. apríl sl. um útleigu á íþróttamannvirkjum og skólum til einkaaðila og íþróttafélaga.Fundi slitið.