Bæjarráð

3177. fundur 16. apríl 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3177. fundur
16. apríl 2009   kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 3. apríl 2009.
Lagt fram til kynningar.


2.          Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2008
2009040001
Lagður fram ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2008. Einnig lögð fram skýrsla um endurskoðun ársreiknings stofnunarinnar árið 2008.
Lagt fram til kynningar.


Þegar hér var komið mætti Oddur Helgi Halldórsson á fundinn kl. 09.15.

3.          Flokkun Eyjafjörður ehf. - aðalfundur 2009
2009040017
Erindi dags. 1. apríl 2009 frá Eiði Guðmundssyni framkvæmdastjóra Flokkunar Eyjafjörður ehf. þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 15. apríl nk.  kl. 15:00 á Strikinu, Skipagötu 14, Akureyri.
Bæjarstjóri fór með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


4.          Orkuvörður ehf. - hluthafafundur
2009040042
Erindi dags. 8. apríl 2009 frá Guðjóni Steindórssyni f.h. stjórnar Orkuvarðar ehf. þar sem boðað er til hluthafafundar föstudaginn 24. apríl 2009 kl. 11:00 á skrifstofu Orkuvarðar ehf., Sunnuhlíð, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


5.          Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2009
2009040044
Tölvupóstur dags. 14. apríl 2009 frá Erlu Björgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 29. apríl nk. kl. 15.30 í húsnæði SÍMEYJAR að Þórsstíg 4, Akureyri.
Óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn SÍMEYJAR.
Bæjarráð tilnefnir Ingunni Helgu Bjarnadóttur sem aðalmann og Val Knútsson sem varamann í stjórn SÍMEYJAR.
Bæjarráð felur bæjarritara Karli Guðmundssyni að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.


6.          Loftslagsráðstefna í Lahti - 2009
2009040033
Erindi dags. 1. apríl 2009 frá Lahti þar sem boðað er til loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Lahti í Finnlandi dagana 26.- 28. ágúst 2009. Boðað er til ráðstefnunnar í framhaldi af samráðsfundi vinabæja um umhverfismál í Västerås árið 2008 og ráðstefnu í Ålasundi árið 2007.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.


7.          Hafnarstræti 97
2007020051
Lagt fram afsal vegna  5. hæðar að Hafnarstræti 97, gönguleið að Heilsugæslustöðinni í Hafnarstræti 99, fastanr. 231-8089.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


8.          Þriggja ára áætlun 2010-2012
2009020054
6. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 7. apríl 2009:
11. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. apríl 2009:
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2010-2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarkaupstaðar 2010-2012 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2010-2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn.


9.          Önnur mál
2009010001
a)  Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði bókað að hann spurðist fyrir um útleigu á íþróttamannvirkjum og skólum til einkaaðila og íþróttafélaga.

b) Baldvin H. Sigurðsson óskaði eftirfarandi bókað :
   "Ég fer þess á leit við Alþingi að það samþykki lagabreytingu sem heimili sveitarfélögum hækkun á útsvarsprósentu."


Fundi slitið.