Bæjarráð

3176. fundur 02. apríl 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3176. fundur
2. apríl 2009   kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð 6. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. mars 2009. Fundargerðin er í 1 lið.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til skoðunar hjá framkvæmdadeild.


2.          Tækifæri hf. - aðalfundur 2009
2009030084
Erindi dags. 18. mars 2009 frá Birni Gíslasyni f.h. Tækifæris hf. þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 2. apríl nk. að Strandgötu 3, 3. hæð, Akureyri og hefst hann kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


3.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 20. mars 2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.


4.          Afskriftir krafna 2009
2009030019
Fjármálastjóri Dan Jens Brynjarsson lagði fram tillögu um afskriftir krafna samtals að upphæð kr. 245.176.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra um afskriftir krafna.


5.          Endurfjármögnun lána frá NIB
2009030088
Erindi frá Norðurorku hf. um endurfjármögnun tveggja lána hjá Norræna fjárfestingabankanum, NIB.  Norðuorka óskar eftir heimild til að endurfjármagna/skuldbreyta tveimur lánum hjá NIB.  
Lánin voru tekin hjá NIB árið 2003, est. 2,2 milljónir  EUR og 2007 est. 7,9 milljónir  EUR.  Lánið frá árinu 2007 er tekið af Akureyrarbæ og endurlánað Norðurorku.  Óskað er eftir heimild til að skuldbreyta lánunum og  lengja lánstímann og að ábyrgð bæjarins nái einnig til lánsins frá árinu 2003.  
Bæjarráð samþykkir skuldbreytinguna og að ábyrgð bæjarins nái til beggja lánanna.


6.          Galdskrá Amtsbókasafnsins á Akureyri - breyting
2009030074
2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 18. mars 2009:
Lögð fram tillaga frá amtsbókaverði um gjaldskrárbreytingu fyrir Amtsbókasafnið sem fólgin er í hækkun á gjaldi fyrir millisafnalán. Breytingunni er ætlað að færa gjaldið nær raunkostnaði.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytinguna þannig að gjald fyrir millisafnalán innanlands verði 500 kr. í stað 300 kr. og gjald fyrir millisafnalán erlendis verði 1.000 kr. í stað 300 kr. áður.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.


7.          Norðurorka hf. - ósk um leigu á landi fyrir dælustöð
2009030119
Erindi dags. 27. mars 2009 frá Franz Árnasyni f.h Norðurorku hf. þar sem fram kemur að nauðsynlegt sé að byggja nýja dælustöð til að koma meira vatni frá Hjalteyri til Akureyrar. Óskað er eftir að fá á leigu land fyrir dælustöðina og aðkomu að henni.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Norðurorku hf. um leigu á landi undir dælustöð í landi Skjaldarvíkur.


8.          Innheimtuþjónusta - viðauki á samningi Akureyrarkaupstaðar og Intrum á Íslandi ehf.
2006040031
Lagður fram viðauki á samningi Akureyrarkaupstaðar og Intrum á Íslandi ehf. dags. 30. mars 2009 vegna innheimtulaga nr. 95/2008 og reglugerðar á grundvelli þeirra laga.
Bæjarráð samþykkir viðaukasamninginn.


9.          Alþingiskosningar 2009
2009020006
Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og þriggja aðalmanna og þrjátíu og þriggja varamanna í undirkjörstjórnir við alþingiskosningarnar og sameiningarkosningar Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar 25. apríl nk.
Bæjarráð vísar listanum til staðfestingar bæjarstjórnar.


10.          Sameining Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar
2007110066
Lagt fram erindi dags. 18. mars 2009 frá formanni kjörstjórnar Akureyrarkaupstaðar. Kjörstjórnin á Akureyri hefur í ljósi samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar þann 17. mars sl. ákveðið að gera eftirfarandi tillögur til bæjarráðs vegna kosningar um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps þann 25. apríl nk.:
Að Akureyrarkaupstað verði skipt í ellefu kjördeildir þannig að tíu verði á Akureyri og ein í Hrísey. Að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Að í Hrísey verði kjörstaður í grunnskólanum í Hrísey. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri en einn í Hrísey. Tillaga kjörstjórnar gerir ráð fyrir að kjördeildum á Akureyri verði fjölgað um eina. Kjörstjórn leggur einnig til við bæjarráð að kjörfundur standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 á Akureyri en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey. Kosning þessi mun þá skv. ofangreindu fara fram samhliða kosningu til Alþingis.
Kjörstjórn leggur einnig til að stærð kjörseðils í sameiningarkosningum Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar verði A5 og litur hans verði bleikur.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjörstjórnar um fyrirkomulag kosninga um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps.


11.          Þriggja ára áætlun 2010-2012
2009020054
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2010-2012.
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2010-2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


12.          Önnur mál
2009010001
Jóhannes Gunnar Bjarnason spurðist fyrir um framkvæmd á söngvakeppni framhaldsskólanna og gjaldtöku vegna leigu Íþróttahallarinnar.


Fundi slitið.