Bæjarráð

3175. fundur 19. mars 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3175. fundur
19. mars 2009   kl. 09:00 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Víðir Benediktsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Gásakaupstaður ses. - aðalfundur 2009
2009030056
Erindi dags. 12. mars 2009 frá Haraldi Inga Haraldssyni f.h. Gásakaupstaðar ses. þar sem boðað er til aðalfundar stofnunarinnar fimmtudaginn 27. mars 2009 í Zontasalnum á Akureyri, Aðalstræti 54 og hefst hann kl. 16:00.
Bæjarráð felur bæjarritara Karli Guðmundssyni að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.


2.          Kaupvangsstræti 23 - byggingarleyfi - breytingar
2009030042
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. mars 2009:
Á fundi skipulagsnefndar 28. janúar 2009 var Einari Geirssyni og Þormóði Jóni Einarssyni f.h. eiganda og rekstraraðila veitingastaðar í Kaupvangsstræti 23, tilkynnt að búast mætti við að lagðar yrðu á dagsektir að upphæð kr. 5.000 á dag innan tveggja vikna frá dagsetningu tilkynningar að telja ef áður umbeðnum gögnum yrði ekki skilað til embættisins vegna byggingarleyfisumsóknar breytinga á húsnæðinu.  Aðilum var veittur andmælaréttur með sama eindaga óskuðu  þeir að tjá sig um þessa ákvörðun.
Þar sem tilmælum skipulagsnefndar, sbr. bréf dags. 29. janúar 2009, um skil á fullnægjandi gögnum hefur ekki verið sinnt og ekki hefur verið hreyft andmælum af hálfu eiganda leggur skipulagsnefnd til við bæjarráð að lagðar verði dagsektir á eiganda að upphæð kr. 5.000 á dag frá 19. apríl nk. að telja ef hann hefur ekki skilað inn umbeðnum gögnum fyrir þann dag.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


3.          Norðurtangi 7 - gjald- og framkvæmdafrestur
2009030053
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. mars 2009:
Erindi dags. 25. febrúar 2009 þar sem Sveinn Björnsson f.h. Blikk- og tækniþjónustunnar ehf., kt. 431188-1479, sækir um framkvæmdafrest á lóðinni nr. 7 við Norðurtanga til 1. apríl 2010. Einnig er sótt um að greiðsla á síðari hluta gatnagerðargjalda frestist um 1 ár.
Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdafrestur verði framlengdur um 1 ár eða til 1. apríl 2010 en vísar fyrirspurn um frestun síðari hluta gatnagerðargjalds til bæjarráðs.
Bæjarráð  bendir bréfritara á að snúa sér til fjármálastjóra Dans J. Brynjarssonar með erindið.4.          Stefnumótun lands og þjóðar
2009030063
Erindi dags. 13. mars 2009 frá Gunnari Jónatanssyni þar sem hann kynnir hugmynd um stefnumótunarvinnu lands og þjóðar laugardaginn 18. apríl nk.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til samfélags- og mannréttindaráðs.


5.          Vinnuskóli 2009 - laun
2009030070
Lögð fram tillaga að launum 14,15 og 16 ára unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2009.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2009 verði sem hér segir:
8. bekkur (14 ára) kr. 359
9. bekkur (15 ára) kr. 410
10. bekkur (16 ára) kr. 539
10,17% orlof er innifalið.


Þegar hér var komið mætti Hjalti Jón Sveinsson á fundinn kl. 09.40.

6.          Þriggja ára áætlun 2010-2012
2009020054
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2010-2012.
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

7.          Grímsey - sameining
2007110066
Lögð fram drög að upplýsingabæklingi vegna kosningar um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps 25. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.


8.          Önnur mál
2009010001
Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði bókað að hann spurðist fyrir um afstöðu meirihlutans til lagningar Dalsbrautar í framhaldi af stefnuræðu formanns skipulagsnefndar á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Fulltrúar meirihlutans óska bókað að í engu verði hvikað frá meirihlutasamkomulaginu um að fyrsta skref í því verkefni verði könnun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar.


Fundi slitið.