Bæjarráð

3174. fundur 12. mars 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3174. fundur
12. mars 2009   kl. 09:00 - 10:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Brunabótafélag Íslands - aukafundur í fulltrúaráði
2009030017

Boðað er til aukafundar í fulltrúaráði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands föstudaginn 20. mars nk. á Grand Hótel Reykjavík í salnum Háteigi kl. 12:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.


2.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 6. mars 2009.
Lagt fram til kynningar.


3.          Vinabæjamót / Kontaktsmannsmøte i Ålesund - 2009
2009030031
Erindi dags. 3. mars 2009 frá Ålesund kommune þar sem fulltrúa frá Akureyrarbæ er boðið á tenglamót (kontaktmannsmöte) í Ålesund dagana 24.- 27. júní 2009.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt maka að vera fulltrúar Akureyrarbæjar á fundinum.


4.          Alþingiskosningar 2009
2009020006
Lagt fram erindi dags. 2. mars 2009 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi alþingiskosninga þann 25. apríl nk.  Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í ellefu kjördeildir þannig að tíu verði á Akureyri og ein í Hrísey. Á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri og í Hrísey verði kjörstaður í Grunnskólanum í Hrísey. Þá hefur kjörstjórnin á Akureyri ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 á Akureyri, en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar.


5.          Forsætisráðuneytið - úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum
2009030016
Erindi dags. 2. mars 2009 frá forsætisráðuneytinu varðandi úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins. Óskað er eftir að teknar verði saman upplýsingar um alla þá samninga sem sveitarfélagið hefur átt og á aðild að. Hér er um að ræða jarðhitaréttindi bæði til hitaveitu og orkuvinnslu, fallréttinda til orkuvinnslu og hefðbundin grunnvatnsréttindi. Er þá bæði átt við þau réttindi sem ríkið, stofnanir þess eða fyrirtæki kunna að hafa selt viðkomandi og/eða leigt eða ráðstafað til annarra afnota. Nefndin óskar þess að umbeðin gögn berist forsætisráðuneytinu eigi síðar en miðvikudaginn 1. apríl 2009.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni í samvinnu við  Norðurorku að svara erindinu.


6.          Sjúkraflutningar frá Hrísey
2009030018
4. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 4. mars 2009. "Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir".
Stjórnsýslunefnd vísar 3. lið fundargerðar hverfisráðs Hríseyjar frá 3. febrúar 2009 til bæjarráðs.
3. liður í fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 3. febrúar sl.:
Að gefnu tilefni var rætt um neyðarlínuna 112.  Enn og aftur kemur í ljós að hún er ekki að virka þegar kallað er eftir aðstoð við að flytja sjúkling frá Hrísey.  Rætt um nauðsyn þess að halda skyndihjálparnámskeið og fá sem flesta til að sækja það.
Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni hefur verið gripið til ráðstafana sem eiga að koma í veg fyrir að atburður eins og sá sem hér um ræðir endurtaki sig.


7.          Þriggja ára áætlun 2010-2012
2009020054
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2010-2012.


Fundi slitið.