Bæjarráð

3173. fundur 05. mars 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3173. fundur
5. mars 2009   kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð 4. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. febrúar 2009. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.


2.          Norðurorka hf. - aðalfundur 2009
2009030004
Tölvupóstur dags. 25. febrúar 2009 frá Franz Árnasyni forstjóra f.h. stjórnar Norðurorku hf., þar sem boðað er til aðalfundar þann 18. mars nk., kl. 16:00 í fundarsal Norðurorku hf., Rangárvöllum, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


3.          KKA Akstursíþróttafélag - gatnagerðargjöld
2009030011
Erindi dags. 3. mars 2009 frá formanni KKA Akstursíþróttafélags þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við forsvarsmenn KKA Akstursíþróttafélags vegna úthlutunar lóðar á Glerárdal þar sem m.a. verði gert ráð fyrir því að landið gangi aftur bótalaust til bæjarins verði starfsemi félagsins hætt og að allt framsal eða sala á landinu sé óheimil. Kvöð þessa efnis verði þinglýst á lóðina. Á félagið hefur verið lagt gatnagerðargjald vegna lóðarinnar í samræmi við gjaldskrá bæjarins.  Með vísan í 5. gr. tölulið 5.3 í gjaldskránni, um sérstaka lækkunar- og niðurfellingarheimild, heimilar bæjarráð niðurfellingu gjaldsins þegar gengið hefur verið frá samningum við félagið. Álagning gatnagerðargjalds vegna uppbyggingar á svæðinu fer fram þegar einstakir byggingaáfangar verða byggðir.


4.          Akureyrarflugvöllur - þjónustustig flugvalla
2009020186
Erindi dags. 25. febrúar 2009 frá Flugstoðum ohf. varðandi breytingu á þjónustustigi Akureyrarflugvallar.
Lagt fram til kynningar.


5.          UNICEF - styrkbeiðni vegna verkefnis
2009020185
Erindi móttekið 26. febrúar 2009 frá framkvæmdastjóra UNICEF Ísland þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins ?Fréttaritaraþjálfun unga fólksins?. Einnig er óskað eftir ókeypis aðgangi að húsnæði í bænum þar sem þjálfunin gæti farið fram.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindi um fjárstyrk en beinir þvi til framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar að skoða hvort hægt sé að veita hópnum aðgang að húsnæði í eigu bæjarins án þess að gjald verði tekið fyrir það.


6.          Uppbygging útivistar- og fjallgöngusvæðis á Glerárdal
2009020053
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. febrúar 2009:
Erindi dags. 3. febrúar 2009 vísað frá bæjarráði til skipulagnefndar, þar sem Friðfinnur Gísli Skúlason, kt. 270772-4049 og Haraldur Sigurðarson, kt. 090268-5709, f.h. 24x24 sækjast eftir samvinnu og fjármagni til ýmissa framkvæmda við uppbyggingu útivistar- og fjallgöngusvæðis á Glerárdal.
Skipulagsnefnd leggur til að stofnaður verði starfshópur til að yfirfara stöðu mála almennt hvað varðar nýtingu og verndun Glerárdals sem taki mið af óskum hinna ýmsu hagsmunaðila. Unnið verði deiliskipulag af svæðinu í heild. Til er skýrsla starfshóps um Glerárdal frá 2004, sem gerð var að frumkvæði náttúruverndarnefndar og skal hún höfð til hliðsjónar við vinnu starfshópsins.
Þar sem verkefnið rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar skipulagsnefndar fyrir 2009 er óskað eftir aukafjárveitingu til verkefnisins frá bæjarráði.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um viðbótarfjárveitingu en óskar eftir því við skipulagsnefnd að áfram verði unnið að undirbúningi málsins þó vinnu við deiliskipulag verði frestað.


7.          Hafnarstræti 26 - fasteignagjöld 2009
2009030012
Erindi dags 23. febrúar 2009 (móttekið 3. mars) frá Þorgeiri Jónssyni og Dagnýju Ingólfsdóttur þar sem þess er farið á leit að Akureyrarbær gefi eftir 50% af fasteignaskatti Keilunnar, Hafnarstræti 26, Akureyri.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


8.          Þriggja ára áætlun 2010-2012
2009020054
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2010-2012.

9.          Afskriftir krafna 2009
2009030019
Fjármálastjóri Dan Jens Brynjarsson lagði fram tillögu um afskriftir krafna samtals að upphæð kr. 3.313.435.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


10.          Önnur mál
2009010001
Baldvin H. Sigurðsson spurðist fyrir um hvernig háttað yrði með geymslu eiturefna sem verða til við rekstur Becromal verksmiðjunnar.

Jóhannes Gunnar Bjarnason spurðist fyrir um stöðu mála varðandi sjúkraflug.Fundi slitið.