Bæjarráð

3172. fundur 26. febrúar 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3172. fundur
26. febrúar 2009   kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 20. febrúar 2009.
Lagt fram til kynningar.


2.          Bílaklúbbur Akureyrar - gatnagerðargjöld
2009020108
Erindi dags. 13. febrúar 2009 frá Björgvini Ólafssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við forsvarsmenn Bílaklúbbs Akureyrar vegna úthlutunar lóðar á Glerárdal þar sem m.a. verði gert ráð fyrir því að landið gangi aftur bótalaust til bæjarins verði starfsemi félagsins hætt og að allt framsal eða sala á landinu sé óheimil. Kvöð þessa efnis verði þinglýst á lóðina. Á félagið hefur verið lagt gatnagerðargjald vegna lóðarinnar í samræmi við gjaldskrá bæjarins.  Með vísan í 5. gr. tölulið 5.3 í gjaldskránni, um sérstaka lækkunar- og niðurfellingarheimild, heimilar bæjarráð niðurfellingu gjaldsins þegar gengið hefur verið frá samningum við félagið. Álagning gatnagerðargjalds vegna uppbyggingar á svæðinu fer fram þegar einstakir byggingaáfangar verða byggðir.


3.          Skotfélag Akureyrar - gatnagerðargjöld
2009020047
Erindi ódags. frá Birni Snæ Guðbrandssyni f.h. Skotfélags Akureyrar þar sem  óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðagjalda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við forsvarsmenn Skotfélags Akureyrar vegna úthlutunar lóðar á Glerárdal þar sem m.a. verði gert ráð fyrir því að landið gangi aftur bótalaust til bæjarins verði starfsemi félagsins hætt og að allt framsal eða sala á landinu sé óheimil. Kvöð þessa efnis verði þinglýst á lóðina. Á félagið hefur verið lagt gatnagerðargjald vegna lóðarinnar í samræmi við gjaldskrá bæjarins.  Með vísan í 5. gr. tölulið 5.3 í gjaldskránni, um sérstaka lækkunar- og niðurfellingarheimild, heimilar bæjarráð niðurfellingu gjaldsins þegar gengið hefur verið frá samningum við félagið. Álagning gatnagerðargjalds vegna uppbyggingar á svæðinu fer fram þegar einstakir byggingaáfangar verða byggðir.
4.          Byggðakvóti handa Hrísey - fiskveiðiárið 2008-2009
2009020149
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags. 17. febrúar 2009 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta. Umsóknarfrestur um byggðakvóta er til 27. febrúar 2009.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta vegna Hríseyjar og kynna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sjónarmið Akureyrarbæjar þar að lútandi.


5.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2008
2008080051
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til desember 2008.
Lagt fram til kynningar.


6.          Atvinnulausir og sundstaðir
2009010201
1. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 18. febrúar 2009:
Erindi dags. 15. janúar 2009 frá Halldóri Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ þar sem hann kynnir fyrir sveitarfélögunum þá hugmynd að bjóða atvinnulausu fólki í viðkomandi sveitarfélagi að nýta sér sundstaði sem reknir eru af sveitarfélögunum án endurgjalds. Málið áður tekið fyrir á fundi íþróttaráð 29. janúar 2009.
Soffía Gísladóttir forstöðumaður skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir að veita Akureyringum sem skráðir eru að fullu sem atvinnuleitendur frían aðgang í sundlaugar Akureyrarbæjar. Tilboð þetta gildir alla virka daga frá kl. 09:00 til 14:00 tímabilið 1. mars til 15. maí 2009.
Lagt fram til kynningar.


7.          Fundargerðir héraðsráðs og héraðsnefndar Eyjafjarðar
2009010071
Lagðar fram til kynningar fundargerðir héraðsráðs dags. 28. janúar og 5. febrúar 2009, ásamt fundargerð héraðsnefndar Eyjafjarðar dags. 10. desember 2008 og tölvupósti dags. 19. febrúar sl. frá Valtý Sigurbjarnarsyni framkvæmdastjóra héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem fram kemur meðal annars að á fundi héraðsnefndar 10. desember 2008 hafi verið tekin sú ákvörðun að leggja héraðsnefnd niður og koma verkefnum hennar fyrir með öðrum hætti.
Lagt fram til kynningar.


8.          Ófyrirséð viðhald - útboð 2009
2008110051
Oddur Helgi Halldórsson spurðist fyrir um útboð á viðhaldi hjá Fasteignum Akureyrarbæjar sem fram fór í byrjun desember sl. Einkum eru það tvær spurningar sem hann óskar svara við, en þær snerta báðar rafvirkjunarþáttinn.
Sú fyrri er:  Hver var ástæðan fyrir því að ekki var samið við lægstbjóðanda?
Sú seinni er:  Hvernig getur staðið á því að samið er við aðila, sem ekki hefur réttindi í faginu?
Valþór Brynjarsson frá Fasteignum Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 26. febrúar 2009.
       
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann telji svör við fyrri spurningu fullnægjandi en er ekki sammála svörum FA við seinni liðinn.
Oddur Helgi mun vinna að málinu áfram.


Fundi slitið.