Bæjarráð

3171. fundur 19. febrúar 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3171. fundur
19. febrúar 2009   kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Víðir Benediktsson áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Dómur í máli nr. S-73/2008
2007110074
Lagður fram dómur í máli nr. S-73/2008.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


2.          Dómur í máli nr. E-341/2008
2008060016
Lagður fram dómur í máli nr. E-341/2008.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


3.          Úrskurður
2008120107
Lagður fram úrskurður frá menntamálaráðuneytinu.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir kynnti málið.
Lagt fram til kynningar.


4.          Akureyrarvöllur
2007010204
Fanney Hauksdóttir arkitekt mætti á fundinn og kynnti hugmyndir vinnuhóps um framtíðarnotkun Akureyrarvallar.
Einnig sátu Helena Þ. Karlsdóttir formaður vinnuhópsins og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Fanneyju, Helenu og Pétri Bolla fyrir komuna á fundinn og  kynninguna.


5.          Tjarnartún 21-31 - gatnagerðargjöld
2009020089
Erindi dags. 9. febrúar 2009 frá lóðarhöfum við Tjarnartún 23-29 þar sem óskað er eftir að gatnagerðargjöld vegna Tjarnartúns 21-31 verði endurskoðuð. Einnig er óskað eftir að frestir vegna skila á teikningum og byrjun framkvæmda verði lengdir.
Pátur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu hvað varðar endurskoðun gatnagerðargjalda, en bendir bréfriturum á að snúa sér til fjármálastjóra hvað varðar greiðslufrest og felur skipulagsstjóra að svara erindinu að öðru leyti.


6.          Dagsektir - öryggismál og byggingaframkvæmdir 2009
2009010145
Liðir 12 til 21 í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. febrúar 2009:
Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu skipulagsstjóra um tímafrest og beitingu dagsekta vegna öryggisráðstafana en framlengir gefinn frest til 6. mars 2009  og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð  að tillagan þannig breytt verði samþykkt vegna lóða nr. 5 við Baugatún, nr. 1-3 við Fornagil, nr. 11 við Krókeyrarnöf, nr. 1 við Sómatún, nr. 3 við Sómatún, nr. 2-4 við Sporatún, nr. 6-8 við Sporatún, nr. 10-12 við Sporatún, nr. 14-16 við Sporatún og nr. 21-29 við Sporatún.
Ennfremur heimilar skipulagsnefnd skipulagsstjóra að gera nauðsynlegar úrbætur á lóðunum á kostnað lóðarhafa sbr. mgr. 210.2 í byggingarreglugerð ef ekki verður staðið við gefinn frest til úrbóta.
Skipulagsstjóri Pétur Bolli Jóhannesson sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsstjóra um tímafresti og beitingu dagsekta vegna öryggisráðstafana á ofangreindum lóðum.


7.          Styrkveitingar bæjarráðs
2009020136
Lögð fram samantekt á styrkveitingum bæjarráðs á árinu 2008.
Lagt fram til kynningar.


8.          Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri 2009-2010
2008110044
Endurnýjun á samningi um styrk Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri til næstu tveggja ára.
Áður tekið fyrir á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2008 og málinu vísað til gerðar fjárhalsáætlunar 2009.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Verkefnasjóð Háskólans um eina milljón króna á árinu 2009. Styrkurinn greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.


9.          Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - aðalfundur 2009
2009020090
Erindi dags. 10. febrúar 2009 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins föstudaginn 13. mars 2009 kl. 15:30 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Vakin er athygli á því að rétt til að sækja aðalfund eiga allir sveitarstjórnarmenn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar  á fundinum.


10.          Þyrluvöllur við FSA - úttektarskýrsla
2008060028
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. febrúar 2009:
Erindi dags. 26. janúar 2009 frá Guðjóni Atlasyni f.h. Flugmálastjórnar Íslands þar sem lögð er fram úttektarskýrsla um þyrluvöllinn við FSA, Eyrarlandsvegi. Óskað er eftir að Akureyrarbær undirriti skýrsluna og staðfesti þar með að hafa kynnt sér efni hennar og geri ekki athugasemdir við hana. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hver sé rekstraraðili þyrluvallarins og að send verði inn umsókn um starfrækslu hans.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úttektarskýrslu Flugmálastjórnar.
Einnig skal það upplýst að Akureyrarbær hefur hvorki séð um rekstur eða viðhald þyrluvallarins þann tíma sem hann hefur verið starfræktur eða frá því að leyfi var gefið fyrir byggingu hans þann 28. mars 1984 þegar FSA sótti um leyfi til að gera þyrluvöllinn. Akureyrarbær hefur og hyggst ekki verða rekstraraðili hans.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð tekur undir bókun skipulagsnefndar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samráð við stjórnendur FSA um málið og undirrita skýrsluna fyrir hönd bæjarins.


11.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð 3. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. febrúar 2009. Fundargerðin er í 4 liðum.
Bæjarráð vísar 1., 2. og 4. lið til íþróttaráðs, 3. lið a), b) og e) sem ábendingum til framkvæmdadeildar, 3. lið c) sem ábendingu til skipulagsdeildar og 3. lið d)  til fjármálastjóra.


12.          Jöfnunarsjóður - húsaleigubætur
2008060065
Erindi dags. 6. febrúar 2009  þar sem Elín Pálsdóttir og Elín Gunnarsdóttir fyrir hönd ráðherra kynna hvernig uppgjöri framlaga vegna greiðslu húsaleigubóta fyrir árin 2008 og 2009 verði háttað.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni að vinna áfram að reglum um sérstakar húsaleigubætur sem taki mið af þeim upplýsingum sem fram koma í bréfinu og á grundvelli umræðna á fundinum.Fundi slitið.