Bæjarráð

3170. fundur 12. febrúar 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3170. fundur
12. febrúar 2009   kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Átaksverkefni í atvinnumálum
2009010238
4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 4. febrúar 2009:
Í fjárhagsáætlun er 25 mkr. heimild sem ætluð er til átaksverkefna vegna atvinnuleysis.  Þá er lögð greiðsla eða styrkur við atvinnuleysisbætur þannig að úr verði laun fyrir þann sem ráðinn er til starfa.  Rætt um hvernig þátttöku bæjarins í átaksverkefnum skuli háttað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að átaksverkefnið verði kynnt stofnunum bæjarins og félagasamtökum í bænum og kallað eftir hugmyndum.  Áfram verði unnið að verklagsreglum um styrkina og drög að þeim verði send bæjarráði til umsagnar.

Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar Norðurlands eystra mætti á fund bæjarráðs.
Einnig sátu Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað/drög stjórnar Akureyrarstofu dags. 9. febrúar 2009 um viðmiðunarreglur vegna viðbótarframlaga í átaksverkefni.
Bæjarráð þakkar Soffíu, Þórgný og Höllu Margréti fyrir kynningu og umræður á fundinum.
Bæjarráð felur Akureyrarstofu að vinna áfram að undirbúningi átaksverkefna vegna aukins atvinnuleysis á grundvelli minnisblaðs og umræðna á fundinum.


2.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 6. febrúar 2009.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


3.          Samband íslenskra sveitarfélaga - 23. landsþing
2009020037
Erindi dags. 3. febrúar 2009 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til 23. landsþings sambandsins á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2,  Reykjavík föstudaginn 13. mars nk.
Lagt fram til kynningar.


4.          Grímsey - sameiningarmál
2007110066
Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála.
Lögð fram tillaga samstarfsnefndar um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps dags. 10. febrúar 2009  þar sem lagt er til að kosning um sameiningu sveitarfélaganna fari fram samhliða kosningum til Alþingis 25. apríl nk.
Bæjarráð vísar tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


5.          Uppbygging útivistar- og fjallgöngusvæðis á Glerárdal
2009020053
Erindi dags. 3. febrúar 2009 frá Haraldi Sigurðarsyni og Friðfinni Gísla Skúlasyni f.h. 24x24 þar sem sóst er eftir samvinnu og fjármagni til ýmissa framkvæmda við uppbyggingu útivistar- og fjallgöngusvæðis á Glerárdal.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulagsnefndar.


6.          Þriggja ára áætlun 2010-2012
2009020054
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2010-2012.


7.          SÁÁ - styrkbeiðni vegna reksturs göngudeildar 2008
2008110018
Erindi dags. 4. nóvember 2008 frá Þórarni Tyrfingssyni f.h. framkvæmdastjórnar SÁÁ þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá Akureyrarbæ til reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri.
Áður tekið fyrir á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2008 og erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn SÁÁ um gerð samnings.


8.          Önnur mál
2009010001
Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði eftir upplýsingum og umræðu um stöðu byggingar líkamsræktarstöðvar á sundlaugarsvæðinu og frágangi á lóð byggingarinnar.

Oddur Helgi Halldórsson vildi láta athuga  hvort hægt væri að smíða stóla í menningarhúsið hér innanlands.


Fundi slitið.