Bæjarráð

3168. fundur 29. janúar 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3168. fundur
29. janúar 2009   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri
2007090039
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Bæjarráð vísar lögreglusamþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 23. janúar 2009.
Lagt fram til kynningar.


3.          Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkbeiðni 2009
2009010237
Erindi dags 21. janúar 2009 frá dr. Kristínu Ingvarsdóttur f.h. stjórnar Nýsköpunarsjóðs námsmanna þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær styrki sjóðinn um allt að kr. 1.000.000.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


4.          Fjárhagsaðstoð - breyting á framfærslugrunni
2009010125
8. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. janúar 2009:
Lagt fram bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 15. desember 2008 og minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar dags. 9. desember 2008.
Félagsmálaráð samþykkir að hækka framfærslugrunn fjárhagsaðstoðar í samræmi við hækkun neysluvísitölu, sbr. 16. grein reglna félagsmálaráðs Akureyrarbæjar um fjárhagsaðstoð. Framfærslugrunnurinn var kr. 101.626  en verður kr. 118.251 frá og með 1. febrúar 2009.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að framfærslugrunnur fjárhagsaðstoðar verði kr. 118.251 á mánuði frá og með 1. febrúar 2009.


5.          Félagsleg heimaþjónusta - gjaldskrá og reglur 2009
2009010136
9. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. janúar 2009:
Forstöðumenn heimaþjónustu Bergdís Ösp Bjarkadóttir og Sigríður M. Jóhannsdóttir kynntu tillögur að breytingum á gjaldskrá og reglum heimaþjónustu. Lögð var fram tillaga að breytingum á reglum um félagslega heimaþjónustu dags. 7. janúar 2009.
Félagsmálaráð samþykkir að fella niður gjald fyrir innlit í félagslegri heimaþjónustu frá 1. janúar 2009 og að tekið verði upp kílómetragjald fyrir akstur með notendur frá 1. febrúar 2009. Félagsmálaráð vísar erindunum til bæjarráðs. Jafnframt samþykkir félagsmálaráð breytingu á 5. gr. reglna um heimaþjónustu þannig að út falli: aðstoð við snjómokstur og aðstoð við lóðahirðingu.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá heimaþjónustu sem felur í sér að ekki verður tekið gjald fyrir innlit og að tekið verði upp kílómetragjald fyrir akstur með notendur frá 1. febrúar 2009.


6.          Félagsleg liðveisla - starfsemi 2009
2009010137
10. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. janúar 2009:
Sigríður M. Jóhannsdóttir forstöðumaður heimaþjónustu kynnti stuttlega umfang félagslegrar liðveislu 2008 og tillögu um að hætta gjaldtöku fyrir þjónustuna. Lagt fram minnisblað dags. 12. janúar 2009.
Félagsmálaráð samþykkir að hætta gjaldtöku fyrir félagslega liðveislu frá 1. janúar 2009 og taka upp kílómetragjald fyrir akstur með notendur frá 1. febrúar 2009.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá félagslegrar liðveislu sem felur í sér að ekki verður tekið gjald fyrir þjónustuna og að tekið verði upp kílómetragjald fyrir akstur með notendur frá 1. febrúar 2009.


7.          Lánssamningur 2009 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
2009010236
Lagður fram lánssamningur nr. 4/2009 milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 220.000.000 kr. til 15  ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja  fyrir fundinum, lánssamningur nr. 4/2009. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum hjá Norðurorku hf. sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni, kt. 170160-5849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.


8.          RES Orkuskóli - leiga á Skjaldarvík
2008120002
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs þann 11. desember sl. en þá fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna áfram að málinu. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 27. janúar 2009.
Bæjarráð samþykkir að Fasteignum Akureyrarbæjar verði heimilað að leigja FÉSTA Skjaldarvík til 2ja ára  á  800 þús kr. á mánuði.  Leigan verður greidd á þessu ári með auknu hlutafé í RES Orkuskólanum að upphæð 9,6 millj. kr.  Hlutaféð verður greitt úr Framkvæmdasjóði Akureyrar.


9.          Atvinnumál - umræður
2009010238
Rætt um stöðu og horfur á vinnumarkaði í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur stjórn Akureyrarstofu að vinna og leggja fram tillögur til bæjarráðs um átaksverkefni í atvinnumálum og leggur áherslu á að þessu verkefni verði hraðað.  Fundi slitið.