Bæjarráð

3167. fundur 22. janúar 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3167. fundur
22. janúar 2009   kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð 1. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. janúar 2009. Fundargerðin er í 8. liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið og 6. lið b) til skipulagsdeildar, 2. lið og 8. lið c) til framkvæmdadeildar, 3. lið til hagþjónustu og 5. lið og 8. lið b) til samfélags- og mannréttindadeildar.  Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


2.          Dagsektir - öryggismál og byggingaframkvæmdir 2009
2009010145
Liðir 3 til 8 í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. janúar 2009:
Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu skipulagsstjóra um tímafrest og beitingu dagsekta vegna öryggisráðstafana á lóð nr. 25-31 við Kjarnagötu, á lóð nr. 33-39 við Kjarnagötu, á lóð nr. 41-47 við Kjarnagötu, á lóð nr. 61-65 við Kjarnagötu, á lóð nr. 40-42 við Ásatún og á lóð nr. 9 við Ljómatún.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð  að tillagan verði samþykkt. Ennfremur heimilar skipulagsnefnd skipulagsstjóra að gera nauðsynlegar úrbætur á lóðunum á kostnað lóðarhafa sbr. mgr. 210.2 í byggingarreglugerð ef ekki verður staðið við gefinn frest til úrbóta.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um beitingu dagsekta vegna öryggisráðstafana á ofangreindum lóðum.


3.          Ályktun frá fundi kennara í Síðuskóla
2009010198
Lögð fram ályktun frá fundi kennara í Síðuskóla þann 2. desember 2008.
Lagt fram til kynningar.
Varðandi Menningarhúsið HOF skal það upplýst að stjórn HOFS þiggur ekki laun fyrir sína vinnu.  Verkefnastjóri annast sölu og markaðsmál vegna hússins.
Varðandi bæjarstjóraskiptin þá á núverandi bæjarstjóri rétt skv. samningi  á 2ja mánaða biðlaunum.
4.          Glerárdalur - makaskipti á landi vegna skipulags
2007090087
Lögð fram tillaga að makaskiptum á landi vegna skipulags.
Bæjaráð samþykkir makaskipti á landi á Glerárdal, landnúmer 146924 og landspildu í landi Skjaldarvíkur.


Þegar hér var komið vék bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir af fundi.


5.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2008
2008080051
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til nóvember 2008.  
Lagt fram til kynningar.


6.          Álagning gjalda árið 2009 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti
2009010216
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2009.  
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


7.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lagðar fram fundargerðir almannaheillanefndar dags. 19. desember 2008 og 9. janúar 2009.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.