Bæjarráð

3166. fundur 15. janúar 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3166. fundur
15. janúar 2009   kl. 09:00 - 12:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Halla M. Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Hreyfing og heilbrigði
2009010159
Fulltrúar verkefnisins mættu á fundinn og kynntu málið.
Bæjarráð þakkar Jónatan Magnússyni og Stefáni Gunnlaugssyni kynninguna. Bæjarráð þakkar jafnframt forsvarsmönnun íþróttafélaganna og Samherja fyrir að standa fyrir þessu ágæta átaki.


2.          Nefndarlaun reglur -  2009
2009010157
Lögð fram tillaga dags. 13. janúar 2009 að endurskoðun á reglum um nefndarlaun.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.


3.          Ráðningarsamningur við bæjarstjóra
2007010072
Lögð fram tillaga að breytingu á núgildandi ráðningarsamningi bæjarstjóra.  Tillagan felur í sér lækkun launa frá 1. janúar 2009 um 10% og að laun taki framvegis breytingum skv. ákvörðun bæjarráðs hverju sinni.
Bæjarráð samþykkir viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra.


4.          Samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar
2008060043
1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 7. janúar 2009:
Umræðu um samþykkt kjarasamninganefndar framhaldið frá síðasta fundi nefndarinnar.        
Farið yfir tillögu að samþykkt fyrir kjarasamninganefnd og fyrirliggjandi tillaga samþykkt en teljum eðlilegt að bætt verði við að kjarasamninganefnd hafi jafnframt eftirlit með reglum um kjör æðstu embættismanna.
Bæjarráð samþykkir að í Samþykkt fyrir kjarasamninganefnd verði bætt inn ákvæði um að nefndin taki ákvörðun um kjör embættismanna í samráði við bæjarstjóra.
Bæjarráð vísar breytingu á samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5.          Sameining Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar
2008120090
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. janúar 2009:
Lögð fram drög að sameiginlegri yfirlýsingu bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar og hreppsnefndar Grímseyjarhrepps varðandi undirbúning að sameiningu sveitarfélaganna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja ný drög fyrir næsta fund bæjarráðs.
Ný drög lögð fram á fundinum.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.


6.          Rekstur Akureyrarvallar
2009010134
3. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 8. janúar 2009:
Fyrir fundinum lágu drög að samkomulagi við Knattspyrnufélag Akureyrar vegna notkunar og reksturs Akureyrarvallar.
Íþróttaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.


7.          Félag tónlistarskólakennara - ályktun um stöðu tónlistarskóla í landinu
2009010153
Erindi dags. 6. janúar 2009 frá Félagi tónlistarskólakennara varðandi ályktun um stöðu tónlistarskóla í landinu.
Lagt fram til kynningar.


8.          Fjölgun opinberra starfa á Akureyri - vinnuhópur
2008040014
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 18. desember 2008.  
Bæjarráð samþykkir að fela Akureyrarstofu í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar að vinna að fjölgun opinberra starfa á Akureyri á grundvelli tillagna vinnuhópsins.


9.          Heilbrigðisstofnanir - fyrirhuguð sameining
2009010130
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. janúar 2009:
Erindi dags. 7. janúar 2009 frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem hann áframsendir erindi frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi fyrirhugaða sameiningu heilbrigðisstofnana.
Akureyrarbær hefur um árabil séð um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, í upphafi með tilkomu reynslusveitarfélagsverkefnisins  og síðan með þjónustusamningi við heilbrigðisráðuneytið. Samvinna stofnana bæjarins og HAK er mjög mikilvæg fyrir ýmsa þætti félagsþjónustu á Akureyri og hefur skilað sér í betri  þjónustu við bæjarbúa. Félagsmálaráð leggur því áherslu á að Akureyrarbær sjái áfram um rekstur heilsugæslunnar.
Kristín Sigfúsdóttir óskar bókað: Vegna fyrirhugaðrar sameiningar heilbrigðisstofnana leggst ég gegn þeim ákvörðunum að ein stjórn verði sett yfir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi.
Meirihluti bæjarráðs leggst ekki gegn tillögum um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi í trausti þess að áfram verði boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla íbúa svæðisins. Bæjarráð tekur jafnframt undir bókun félagsmálaráðs og leggur áherslu á mikilvægi þess að Heilsugæslustöðin á Akureyri verði áfram rekin af sveitarfélaginu.
Baldvin H. Sigurðsson leggst gegn fyrirhugaðri sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi og óttast að sameining rýri heilbrigðisþjónustu í minni sveitarfélögum á svæðinu.


10.          Álagning gjalda árið 2009 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti
2009010106
Erindi dags. 7. janúar 2009 frá samgönguráðuneytinu þar sem þess er farið á leit við sveitarfélagið að það upplýsi ráðuneytið um þær reglur sem í gildi eru varðandi afslátt á fasteignaskatti skv. 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga og hvernig sveitarfélagið hafi staðið að birtingu slíkra reglna.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögur um reglur um afslátt af fasteignaskatti á grundvelli úrskurðar samgönguráðuneytis um þetta efni. Ráðið felur bæjarstjóra jafnframt að svara erindi samgönguráðuneytisins.


11.          Álagning gjalda árið 2009 - fasteignagjöld
2009010105
Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2009:
a)  i  Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði   0,32% af fasteignamati húsa og lóða.
     ii  Fasteignaskattur á hesthús verði 0,55% af fasteignamati húsa og lóða.
b)  Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c)  Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið  verði  1,65% af fasteignamati húsa og lóða.
d)  Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e)  Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.
f)  Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 6.097 kr. pr. íbúð og 91,46 kr. pr. fermeter.
g)  Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum  verði fast gjald 12.194 kr. pr. eign og 91,46 kr. pr. fermeter.
h)  Holræsagjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.
Vatnsgjald og holræsagjald leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2009 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 8.000 kr., er 3. febrúar 2009.  Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á  nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.  Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur  hvers mánaðar eftir álagningu.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2009 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


12.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
13. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 16. desember 2008:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 til frekari yfirferðar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að gjaldskrárbreytingum verði vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu þannig að þær geti tekið gildi þann 1. janúar 2009.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.
Kristín Sigfúsdóttir sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjóri og hagsýslustjóri gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.

B-hluta stofnanir:
Félagslegar íbúðir
Fráveita Akureyrar
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Norðurorka hf.
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri

Tillögur að bókunum í bæjarstjórn:

a) Starfsáætlanir
Bæjarráð felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Stefnt skal að því að ljúka yfirferðinni fyrir lok janúar 2009. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka áætlanirnar til umræðu og afgreiðslu.

b) Kaup á vörum og þjónustu
Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið til að nýta skatttekjur sveitarfélagins eins vel og kostur er skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 til seinni umræðu í bæjarstjórn.


13.          Önnur mál
2009010001
Jóhannes Gunnar Bjarnason spurðist fyrir um stöðu biðlista hjúkrunarrýma á öldrunarstofnunum.


Fundi slitið.