Bæjarráð

3165. fundur 08. janúar 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3165. fundur.
8. janúar 2009   kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar.

1.          Ósk um endurupptöku máls
2008120107
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórnýsdóttur og fræðslustjóri Gunnar Gíslason mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur ekki forsendur til endurupptöku málsins og hafnar því beiðninni.
Jóhannes Gunnar Bjarnason tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.


2.          Íbúafjöldi 2007-2008 í sveitarfélögum á svæði Eyþings
2008120118
Lagðar fram upplýsingar dags. 23. desember 2008 frá Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra Eyþings um breytingu á íbúafjölda í sveitarfélögum á svæði Eyþings á árunum 2007-2008 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.
Lagt fram til kynningar.


3.          Sameining Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar
2008120090
Lögð fram drög að sameiginlegri yfirlýsingu bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar og hreppsnefndar Grímseyjarhrepps varðandi undirbúning að sameiningu sveitarfélaganna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja ný drög fyrir næsta fund bæjarráðs.


4.          Brunabótafélag Íslands - áhrif fjármálakreppunnar
2008120087
Lagt fram upplýsingabréf dags. 12. desember 2008 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um áhrif fjármálakreppunnar á félagið.
Lagt fram til kynningar.


5.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2009.

6.          Heilbrigðisstofnanir - fyrirhuguð sameining
2009010130
Erindi dags. 7. janúar 2009 frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem hann áframsendir erindi frá Heilbrigðisráðuneytinu varðandi fyrirhugaða sameiningu heilbrigðisstofnana.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.