Bæjarráð

3164. fundur 18. desember 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3164. fundur
18. desember 2008   kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Víðir Benediktsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Endurupptaka máls
2008120059
Uppsögn leigusamnings og beiðni um endurupptöku máls.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir og Jón Heiðar Daðason frá húsnæðisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur ekki skilyrði til endurupptöku málsins og felur bæjarlögmanni að svara erindinu.


2.          Sómatún 6 - matsbeiðni - M-2/2008
2008020095
Lögð fram matsgerð í máli nr. M-2/2008 við Héraðsdóm Norðurlands eystra.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að lúta niðurstöðu matsgerðar.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


3.          Afskriftir lána 2008
2008120012
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. desember 2008:
Lögð fram tillaga um afskrift skulda að upphæð kr. 862.549.
Félagsmálaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


4.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lagðar fram fundargerðir almannaheillanefndar dags. 5. og 12. desember 2008.
Lagt fram til kynningar.


5.          SVA - ósk um kaup á notuðum strætisvagni
2008110049
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 12. desember 2008:
Tekin fyrir á ný beiðni Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar um kaup á notuðum strætisvagni frá Sérleyfisbílum Keflavikur vegna alvarlegrar bilunar í næstelsta strætisvagni Akureyrarkaupstaðar.
Framkvæmdaráð samþykkir kaupin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir kaupin.


6.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045
Lögð fram fundargerð 14. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. desember 2008. Fundargerðin er í 8. liðum.
Bæjarráð vísar 3. lið, 5. lið a) og b)  og 7. lið a) til framkvæmdadeildar. 6. lið er vísað til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar en aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


7.          Sjúkraflutningar - samningur 2008
2006030071
Lagður fram samningur dags. 12. desember 2008 milli Akureyrarkaupstaðar og Heilbrigðisráðuneytisins um sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


8.          Dagsektir - öryggismál og byggingaframkvæmdir 2008
2008120085
Liðir 11 til 20 í fundargerð skipulagnefndar dags. 10. desember 2008.
Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu skipulagsstjóra um tímafrest og beitingu dagsekta vegna öryggisráðstafana á lóð nr. 49-53 við Kjarnagötu, á lóð nr. 55-59 við Kjarnagötu, á lóð nr. 3 við Ljómatún, á lóð nr. 25-37 við Skálatún, á lóð nr. 26 við Stekkjartún, á lóð nr. 28 við Stekkjartún, á lóð nr. 30 við Stekkjartún, á lóð nr. 32-34 við Stekkjartún, á lóð nr. 5 við Ljómatún og á lóð nr. 7 við Hólatún.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð  að tillagan verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsstjóra. Ennfremur heimilar bæjarráð skipulagsstjóra að gera nauðsynlegar úrbætur á lóðunum á kostnað lóðarhafa sbr. mgr. 210.2 í byggingarreglugerð ef ekki verður staðið við gefinn frest til úrbóta.


9.          Fjölgun opinberra starfa á Akureyri - vinnuhópur
2008040014
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um fjölgun opinberra starfa á Akureyri.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Bæjarráð mun taka málið aftur á dagskrá á nýju ári og óskar eftir því við stjórn Akureyrarstofu að hún taki skýrsluna einnig til umræðu.


10.          Lántaka - sala skuldabréfa
2008120089
Fjármálastjóri Dan Jens Brynjarsson fór yfir stöðu lánsfjármögnunar vegna ársins 2009.
Bæjarráð heimilar sölu á skuldabréfum fyrir allt að 2,5 milljarða króna.  Stefnt skal að skráningu bréfanna á verðbréfamarkað.  Bæjarráð felur  fjármálastjóra að hefja undirbúning sölunnar.


11.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009 - gjaldskrár
2008050088
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2009.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.  Afgreiðslu á búfjárleyfi og hundaleyfi er frestað.


12.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2009.
Bæjarráð heimilar greiðslu nauðsynlegra útgjalda sveitarfélagsins á næsta ári þó fjárhagsáætlun 2009 hafi ekki hlotið endanlegt samþykki bæjarstjórnar.


Í lok fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkaði samstarfið á árinu.Fundi slitið.