Bæjarráð

3163. fundur 11. desember 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3163. fundur
11. desember 2008   kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Víðir Benediktsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari1.          RES Orkuskóli - leiga á Skjaldarvík
2008120002
Tölvupóstur dags. 28. nóvember 2008 frá framkvæmdastjóra RES Orkuskóla þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær leigi skólanum Skjaldarvík til tveggja ára.
Jón Kr. Sólnes fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Orkuvarða sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


2.          Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2009
2008120014
Erindi dags. 28. nóvember 2008 frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið árið 2009.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


3.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2008
2008080051
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til október 2008.  
Lagt fram til kynningar.


4.          Álagning gjalda árið 2009 - útsvar
2008120033
Lögð fram tillaga að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2009 í Akureyrarkaupstað.
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta verði óbreytt frá fyrra ári 13.03% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2009.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2009 fer fram 16. desember nk. og seinni umræða þann 20. janúar 2009.
Bæjarráð samþykkir að leita eftir fresti til ráðuneytis sveitarstjórnarmála um skil á fjárhagsáætlun 2009.


6.          Samherji hf. - 25 ára afmæli
2008120050
Eftirfarandi bókun lögð fram:
   "Bæjarráð Akureyrar óskar útgerðarfélaginu Samherja hf. innilega til hamingju með 25 ára afmælið og þakkar fyrir þá höfðinglegu gjöf sem félagið afhenti íþróttafélögum og félagasamtökum á Akureyri.  Samherji hefur verið traust stoð í atvinnulífi bæjarins og einn sterkasti bakhjarl íþróttahreyfingarinnar um langt skeið."


7.          Önnur mál
2008010014
Baldvin H. Sigurðsson óskaði bókað að rætt var um námsframboð við Verkmenntaskólann á Akureyri á næsta ári.


Fundi slitið.