Bæjarráð

3162. fundur 04. desember 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3162. fundur
4. desember 2008   kl. 09:00 - 12:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Almannaheillanefnd
2008100088
Bæjarstjóri kynnti stöðu mála.

2.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vetrarfundur 2008
2008120001
Erindi dags 25. nóvember 2008 þar sem tilkynnt er að vetrarfundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar verði haldinn miðvikudaginn 10. desember nk.
Lagt fram til kynningar.


3.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045
Lögð fram fundargerð 13. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags.  27. nóvember 2008. Fundargerðin er í 4 liðum.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar 2. lið a) til skipulagsnefndar, b) til framkvæmdaráðs og c) til skólanefndar.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.


4.          Sóknanefndir Lögmannshlíðar- og Akureyrarsókna - styrkbeiðni vegna fasteignagjalda
2008110092
Erindi dags. 27. nóvember 2008 frá Birni Ingimarssyni og Gesti Jónssyni f.h. sóknanefnda Lögmannshlíðar- og Akureyrarsókna þar sem sótt er um styrk vegna álagðra fasteignagjalda 2009.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.


5.          Skógræktarfélag Eyfirðinga - beiðni um hækkun á samningsupphæð þjónustusamnings
2008120008
Erindi dags. 27. nóvember 2008 frá Johan Wilhelm Holst f.h. Skógræktarfélags Eyfirðinga þar sem óskað er eftir hækkun á samningsupphæð í þjónustusamningi milli Skógræktarfélagsins og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Skógræktarfélagsins.


6.          Grímseyjarhreppur - Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar
2006100028
Erindi dags. 22. febrúar 2008 frá Garðari Ólasyni oddvita Grímseyjarhrepps þar hann hann óskar eftir að Grímseyjarhreppur fái að vera aðili að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2009.
Eftirtaldir embættismenn mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og
Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar.

8.          Dalsbraut 1
2005090011
Lagður fram kaupsamningur dags. 2. desember 2008 milli Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sem seljanda og SMI ehf., kt. 470296-2249, sem kaupanda á Dalsbraut 1h og 1i.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


9.          Ríkisútvarpið - framtíð útsendinga hjá Svæðisútvarpi Norðurlands
2008120007
6. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 3. desember 2008:
Rætt um fyrirhugaðan niðurskurð á þjónustu Ríkisútvarpsins á Norðurlandi.
Stjórn Akureyrarstofu mótmælir harðlega þeim áformum Ríkisútvarpins að hætta útsendingum Svæðisútvarpsins á Akureyri. Svæðisútvarp landshlutanna er og hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í miðlun frétta, menningarviðburða og almennra samskipta fyrir landsbyggðina um árabil. Svæðisútsendingarnar eru til fyrirmyndar í starfsemi Ríkisútvarpsins og skapa því mikla sérstöðu. Stjórnin skorar á stjórnendur útvarpsins að draga áformin til baka og leita annarra leiða til lækkunar á kostnaði stofnunarinnar.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Akureyrarstofu.Fundi slitið.