Bæjarráð

3161. fundur 27. nóvember 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3161. fundur
27. nóvember 2008   kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi - staða byggingaiðnaðarins
2008100040
Erindi dags. 20. nóvember 2008 frá Stefáni Jónssyni formanni f.h. Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi þar sem kemur meðal annars fram að félagið hvetur bæjarstjórn að hafa frumkvæði að því að tryggja að byggingaframkvæmdir stöðvist ekki í bæjarfélaginu. Jafnframt bendir félagið á að nú sé rétti tíminn til að sinna viðhaldsframkvæmdum þar sem þær eru í senn mannaflafrekar og krefjast í fæstum tilfellum mikilla innkaupa á efni erlendis frá.
Lagt fram til kynningar.


2.          Gránufélagsgata 6 - uppsögn lóðarsamnings
2008110067
Lögð fram tillaga fjármálastjóra um uppsögn á lóðarsamningi.
Bæjarráð heimilar fjármálastjóra Dan Jens Brynjarsyni að segja upp lóðarsamningi vegna Gránufélagsgötu 6.


3.          Eflingarsamningar - umsóknir 2008
2008010143
Lögð fram drög að eflingarsamningi við Pólýhúðun Akureyri ehf.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


4.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2009.


5.          Hjúkrunarheimilið Sel
2008110087
Jóhannes Gunnar Bjarnason lýsti óánægju með ákvörðun um lokun hjúkrunarheimilisins Sels og þann skamma fyrirvara sem gefinn er til að bregðast við henni.  
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við stjórnendur FSA um málið.6.          Grímsey - sameiningarmál
2007110066
Stefnt er að fundi bæjaryfirvalda með fulltrúum sveitarstjórnarskrifstofu samgönguráðuneytisins og Grímseyjarhrepps um sameiningarmál  11. desember nk. í Grímsey.
Til kynningar.


7.          Önnur mál
2008010014
Jóhannes Gunnar Bjarnason spurðist fyrir um stöðu mála gagnvart Akureyrarvelli og notkun KA næstu ár.


Fundi slitið.