Bæjarráð

3160. fundur 20. nóvember 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3160. fundur
20. nóvember 2008   kl. 09:00 - 11:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Norðurorka
2008110039
Franz Árnason forstjóri Norðurorku hf. og Ásgeir Magnússon formaður stjórnar Norðurorku hf. mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir málefni Norðurorku hf.
Bæjarráð þakkar Ásgeiri og Franz fyrir kynningu og umræðu á fundinum.


2.          Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
2008100040
Lagt fram bréf til bæjar- og sveitarstjórna dags. 14. nóvember 2008 frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands sem ritað er í ljósi efnahagslegra þrenginga sem steðja nú að íslensku samfélagi, þar með talið sveitarfélögum og íþróttahreyfingu. Stjórn ÍSÍ hvetur til þess að tekið verði tillit til sjónarmiða íþróttabandalags eða héraðssambands á viðkomandi svæði varðandi forgagnsröðun innan einstakra sveitarfélaga á yfirstandandi framkvæmdum við íþróttamannvirki og framlög til íþróttamála að öðru leyti.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs.


3.          Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda
2006040018
1. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 6. nóvember 2008:
Fyrir fundinum lágu drög frá samfélags- og mannréttindaráði að breytingum á reglum um niðurgreiðslur á þátttökugjöldum barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Íþróttaráð samþykkir breytingartillögur samfélags- og mannréttindaráðs.
Bæjarráð samþykkir úthlutunarreglurnar.  Ákvörðun um fjárhæð og aldursmörk verður tekin við gerð fjárhagsáætlunar 2009.
       
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
   "Þar sem brottfall úr íþrótta- og tómstundastarfi  er meira í eldri aldurshópum hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að niðurgreiða eigi til 16 ára aldurs."


4.          SÁÁ - styrkbeiðni vegna reksturs göngudeildar 2008
2008110018
Erindi dags. 4. nóvember 2008 frá Þórarni Tyrfingssyni f.h. framkvæmdastjórnar SÁÁ þar sem hann óskar eftir fjárframlagi frá Akureyrarbæ til reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Vakin er athygli á að allt þetta ár hefur deildin verið rekin án fjárframlaga frá hinu opinbera.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.


5.          Bæjarmálasamþykkt - endurskoðun 2008
2008020053
1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 5. nóvember 2008:
Rætt um endurskoðun Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar. Ýmsar breytingar voru gerðar á fundinum á fyrirliggjandi drögum.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að vísa drögunum til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar tillögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


6.          Slökkvistöð Akureyrar - brunavarnaáætlun
2008090108
1. liður í fundargerð framkvæmdarráðs dags. 7. nóvember 2008:
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og kynnti brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar.
Framkvæmdaráð þakkar slökkviliðsstjóra kynninguna og samþykkir brunavarnaáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar brunavarnaáætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


7.          Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri 2009-2010
2008110044
Endurnýjun á samningi um styrk Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri til næstu tveggja ára.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.


8.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2009.
Fyrirsjáanlegt er að tekjur Akureyrarbæjar munu lækka allnokkuð á næsta ári vegna efnahagsaðstæðna í samfélaginu.  Við þessu þarf að bregðast m.a. með hagræðingu í rekstri.
Bæjarráð felur fastanefndum að leggja fram tillögur um hagræðingu í rekstri málaflokka með áherslu á innkaupaliði og í samræmi við tillögu að skiptingu á málaflokka.


9.          Lýðheilsurannsóknir - samstarfsvettvangur
2008110056
Lögð fram viljayfirlýsing milli Heilbrigðisráðuneytis, Lýðheilsustöðvar, Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands dags. 18. nóvember 2009 varðandi samstarfsvettvang um lýðheilsurannsóknir.
Bæjarráð Akureyrar furðar sig á því að  Háskólinn á Akureyri hafi ekki átt aðkomu að nýstofnuðum  samstarfsvettvangi um Lýðheilsurannsóknir. Tvær helstu lýðheilsurannsóknir á Íslandi hafa verið unnar á vegum Háskólans á Akureyri og  þar er öflug heilbrigðisdeild sem sinnir jafnframt rannsóknum.
Þegar ákvörðun lá fyrir að Lýðheilsustöð yrði ekki staðsett á Akureyri var um það rætt að rannsóknastarf stofnunarinnar kynni að verða staðsett hér.  Þegar til kom var rannsóknasvið Lýðheilsustöðvar einnig sett á stofn innan veggja stofnunarinnar í Reykjavík.
Bæjarráð mótmælir harðlega þessum vinnubrögðum og beinir því til þeirra er málið varðar að Háskólinn á Akureyri verði þátttakandi í samstarfsvettvangi um lýðheilsurannsóknir.Fundi slitið.