Bæjarráð

3159. fundur 06. nóvember 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3159. fundur
6. nóvember 2008   kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Kjarasamningsumboð Akureyrarbæjar til LN - Félag íslenskra félagsvísindamanna
2008110001
Lögð fram tillaga um að Akureyrarbær feli Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamninga fyrir sína hönd við Félag íslenskra félagsvísindamanna.
Halla Margrét Tryggvadóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fela Launanefnd sveitarfélaga að fara með fullnaðarumboð til kjarasamninga við Félag íslenskra félagsvísindamanna.


2.          Vinnumálastofnun Norðurlandi eystra - ályktun
2008100040
Lögð fram ályktun frá fundi Vinnumarkaðsráðs Vinnumálastofnunar Norðurlandi eystra sem haldinn var 29. október 2008.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir sig sammála þeim áherslum sem fram koma í bókun Vinnumarkaðsráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins verða þessi sjónarmið m.a. höfð til hliðsjónar.


3.          Ungmennafélag Íslands
2008100040
Lögð fram til kynningar tillaga sem samþykkt var á 36. sambandsráðsfundi Ungmennafélags Íslands 11. október 2008 þar sem UMFÍ hvetur sveitarstjórnir til að standa vörð um íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu nú á viðsjárverðum tímum.
Lagt fram til kynningar.


4.          Leið ehf. - stytting vegalengda milli Norðurlands og vesturhluta landsins
2008030064
Erindi dags. 30. október 2008 frá Jónasi Guðmundssyni formanni stjórnar Leiðar ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu Akureyrarbæjar á tillögu Leiðar ehf. um styttingu vegalengda milli Norðausturlands og vesturhluta landsins en í vetur liggur fyrir Alþingi sem nú situr að afgreiða samgönguáætlun til næstu fjögurra ára eða fyrir árin 2009-2012.
Bæjarráð lýsir sig sammála hugmyndum Leiðar ehf. um legu hringvegarins og leggur áherslu á mikilvægi þess að leiðin sé stytt eins og kostur er. Bæjarráð telur þó eðlilegt að verkið verði greitt af almannafé en ekki fjármagnað að hluta eða öllu leyti með veggjöldum.


5.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2008
2008080051
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til september 2008.  
Lagt fram til kynningar.


6.          Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri - drög
2007090039
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 23. október sl. en þá fól bæjarráð bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ljúka vinnu við samþykktina og vísar tillögu að Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


7.          Glerárdalur - uppkaup lóðarskika í landi Glerár
2007090087
Lagt fram afsal  dags. 5. nóvember 2008 vegna eignarlands við Glerá nr. 146929.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir afsalið.


Þegar hér var komið vék bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir af fundi kl. 10.55.

8.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008 - endurskoðun
2007050043
Unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar vegna ársins 2008.
Bæjarráð vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008 til afgreiðslu bæjarstjórnar.Fundi slitið.