Bæjarráð

3158. fundur 30. október 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3158. fundur
30. október 2008   kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          KSÍ - stóraukin fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins
2008100100
Lagt fram bréf dags. 24. október 2008 frá framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands þar sem tilkynnt er að á fundi stjórnar KSÍ þann 22. október 2008 hafi verið ákveðið að bregðast við gjörbreytum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins. Jafnframt samþykkti stjórn sambandsins að leita samþykktar UEFA (Evrópska knattspyrnusambandsins) við því að lengja aðlögunartíma aðildarfélaga er undirgangast leyfiskerfi KSÍ að mannvirkjaákvæðum kerfisins til ársins 2012 í stað ársins 2010. Sveitarfélög í landinu eru hvött til að eiga samráð með knattspyrnufélögum um aðgerðaráætlun með það að markmiði að auka enn frekar möguleika barna og unglinga á skipulögðu starfi knattspyrnuhreyfingarinnar.
Bæjarráð fagnar ákvörðun stjórnar KSÍ.


2.          Eflingarsamningar - umsóknir 2008
2008010143
Lögð fram umsókn um eflingarsamning frá Pólýhúðun Akureyri ehf., kt. 660506-0390.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að undirbúa gerð eflingarsamnings og leggja fyrir bæjarráð.


3.          Fjarskiptaþjónusta 2008
2007100024
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 11. september 2008.  
Lögð fram tilboð frá Símanum hf. og Og fjarskiptum hf. Einnig lagt fram minnisblað hagsýslustjóra Jóns Braga Gunnarssonar og fjármálastjóra Dans Jens Brynjarssonar dags. 27. október 2008.
Bæjarráð samþykkir að hafna báðum tilboðunum.
Jóhannes Gunnar Bjarnason sat hjá við afgreiðslu.


4.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008 - endurskoðun
2007050043
Unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar vegna ársins 2008.


5.          Lánssamningur 2008 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
2008030106
Lögð fram drög að lánssamningi nr. 71/2008 milli Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem lánveitanda og Akureyrarkaupstaðar sem lántaka, lánsfjárhæð 300 millj. kr.
Bæjarráð samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300 millj. kr. til 16  ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.


6.          Læknafélag Íslands - samkomulag v/HAK
2008100091
Kynnt samkomulag Akureyrarbæjar við Læknafélag Íslands dags. 27. október 2008 um kjör lækna sem ráðnir hafa verið til starfa hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri frá þeim tíma að Akureyrarbær tók við rekstri hennar skv. þjónustusamningi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið dags. 27. desember 1996.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.Fundi slitið.