Bæjarráð

3157. fundur 23. október 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3157. fundur
23. október 2008   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Víðir Benediktsson áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
1.          Almannaheill
2008100088
Gunnar Gíslason fræðslustjóri mætti á fundinn og kynnti  málið.
Bæjarráð þakkar Gunnari Gíslasyni kynninguna.  Almannaheillanefndin gegnir lykilhlutverki á tímum sem þessum og bæjarráð leggur áherslu á að styðja þurfi vel við starfsemi nefndarinnar.


2.          Flokkun ehf. - hlutafjáraukning 2008
2008060064
Erindi dags. 20. október 2008 frá Hermanni Jóni Tómassyni f.h. stjórnar Flokkunar Eyjafjarðar ehf., þar sem óskað er eftir að eigendur Flokkunar ehf. samþykki hlutafjáraukningu í félaginu um 50 milljónir króna og staðfesti jafnframt þátttöku í þeirri hlutafjáraukningu sem svarar til hlutfallslegrar eignar þeirra í félaginu.
Bæjarráð samþykkir að auka hlutafé bæjarins í Flokkun ehf. um allt að 37,5 milljónir kr. Hlutafé greiðist úr Framkvæmdasjóði. Bæjarráð vísar afgreiðslunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.


3.          Bandalag íslenskra skáta - styrkbeiðni vegna Roverway 2009
2008100073
Erindi dags. 15. október 2008 frá Bandalagi íslenskra skáta þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.958.000 vegna Roverway 2009 sem er Evrópskt skátamót fyrir skáta á aldrinum 16-22 ára. Hluti af mótinu fer fram á Akureyri.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en felur Akureyrarstofu að vinna að því með forsvarsmönnum mótsins að draga úr kostnaði við heimsóknina, m.a. með samningum við stofnanir bæjarins.


4.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045
Lögð fram fundargerð 10. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 16. október 2008. Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
5.          Reykjavíkurflugvöllur - erindi frá Samtökum um betri byggð
2008100078
Erindi dags. 17. október 2008 frá stjórn Samtaka um betri byggð þar sem samtökin óska eftir að fulltrúar samtakanna fái tækifæri til að kynna bæjarráðsmönnum á Akureyri tillögur samtakanna að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, tillögur að þéttri og blandaðri miðborgarbyggð í Vatnsmýri, hagrænan samanburð samtakanna á ólíkum valkostum við þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu og skyld mál. Kynningin fari fram annað hvort á Akureyri eða í Reykjavík skv. ósk bæjarráðsmanna og á þeim tíma, sem báðir aðilar koma sér saman um.
Bæjarráð þakkar samtökunum boð um kynninguna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara og koma á fundi fulltrúa bæjarráðs og samtakanna.


6.          Netþjónabú
2007110012
Lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra og framkvæmdastjóra AFE um málið.
Bæjarráð óskar eftir því við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar að félagið vinni áfram með Greenstone að því að skoða valkosti varðandi uppbyggingu netþjónabús á Akureyri eða í öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði þar sem slíkri starfsemi væri vel fyrir komið.


7.          Minjasafnið á Akureyri - þjónustusamningur
2008100057
3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 15. október 2008:
Lögð fram drög að þjónustusamningi við Minjasafnið á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


8.          Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri - drög
2007090039
Lögð fram drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Akureyri.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn og fór yfir drögin.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.Fundi slitið.