Bæjarráð

3156. fundur 16. október 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3156. fundur
16. október 2008   kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2008-2011
2008090024
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kom á fundinn og kynnti nýja jafnréttisstefnu.
Bæjarráð þakkar kynninguna.


2.          Brautargengi 2008
2008060107
Erindi dags. 7. október 2008 frá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur f.h. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Impru frumkvöðla og sprota, þar sem hún þakkar fyrir þann stuðning sem bæjarstjórn Akureyrar  hefur sýnt námskeiðinu Brautargengi í gegnum árin.
Lagt fram til kynningar.


3.          Hamrar - framkvæmdir vegna landsmóts skáta
2008040036
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 10. október 2008:
Erindi dags. 8. október 2008 frá Tryggva Marinóssyni f.h. Hamra útilífs- og umhverfismiðstöðvar þar sem hann fer fram á aukafjárveitingu til greiðslu reikninga frá Þverá-golfi ehf. vegna framkvæmda að Hömrum fyrir landsmót skáta í sumar.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu en vísar því til bæjarráðs til frekari umfjöllunar og ákvörðunar. Deildarstjóra framkvæmdadeildar var falið að svara erindinu.
Bæjarráð samþykkir að greiða fyrirfram 3 millj. kr. af framkvæmdafé ársins 2009 vegna framkvæmda að Hömrum.  Fyrir vikið verða ekki neinar framkvæmdir á svæðinu á næsta ári á kostnað bæjarins.  Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


4.          Akstursíþróttasvæði - Bílaklúbbur Akureyrar
2008100034
4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 10. október 2008:
Tekið fyrir erindi dags. 7. október 2008 frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni frá Akureyrarbæ til framkvæmda við akstursíþróttasvæðið á Glerárdal.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu en vísar því til bæjarráðs til frekari umfjöllunar og ákvörðunar. Deildarstjóra framkvæmdadeildar er falið að svara erindinu.
Bæjarráð hafnar erindinu.
Bæjarráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að vinna áfram að málinu í samráði við Bílaklúbb Akureyrar og verktaka.


5.          Strandgata 6 - húsaleigusamningur
2005120046
Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar óskar eftir að ákvæði um  leigufjárhæð í húsaleigusamningi dags. 30. nóvember 2005 um Strandgötu 6 verði sagt upp.
Bæjarráð samþykkir að segja upp húsaleigusamningnum og felur bæjarlögmanni að ræða við leigutaka um nýjan leigusamning.


6.          Önnur mál
2008010014
Baldvin H. Sigurðsson óskaði eftir upplýsingum um skuldastöðu bæjarins.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra.Fundi slitið.