Bæjarráð

3155. fundur 09. október 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3155. fundur
9. október 2008   kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Ályktun stjórnar Skógræktarfélags Eyfirðinga - lagning háspennulínu
2008060104
Lögð fram ályktun stjórnar Skógræktarfélags Eyfirðinga dags. 24. september 2008 þar sem mótmælt er áformum um lagningu háspennulínu yfir skógræktarsvæði félagsins í Naustaborgum og á Eyrarlandshálsi.
Sigrún Stefánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


2.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2008
2008080051
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til ágúst 2008.  
Lagt fram til kynningar.


3.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - starfshópur um almenningssamgöngur
2007120088
Erindi dags. 30. september 2008 frá Valtý Sigurbjarnarsyni f. h. Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem hann óskar eftir viðræðum við Akureyrarbæ um almenningssamgöngur í Eyjafirði.
Bæjarráð telur rétt að hugmyndir um almenningssamgöngur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum verði skoðaðar saman og felur bæjarstjóra að koma erindinu á framfæri við stjórn Eyþings og að Eyþing leiði þá skoðun og undirbúning sem nauðsynleg er áður en ákvörðun er tekin í málinu.


4.          Ágóðahlutagreiðsla 2008
2008100013
Erindi dags. 2. október 2008 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands þar sem tilkynnt er um greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga. Greiðsla ágóðahlutar fyrir árið 2008 fer fram 15. október 2008.
Lagt fram til kynningar.

Þegar hér var komið mætti Hjalti Jón Sveinsson á fundinn kl. 09.40.


5.          Þjónusta sveitarfélagsins - samanburður við önnur sveitarfélög
2008100031
Bæjarstjóri kynnti niðurstöðu viðhorfsrannsóknar á þjónustu sveitarfélaga sem framkvæmd var af Capacent Gallup í júní og júlí sl.
Til kynningar.


6.          Sala skuldabréfa
2008100037
Fjármálastjóri fór yfir lánsfjárþörf bæjarins á þessu ári og á árinu 2009 miðað við framkvænmdaáætlun ársins og þess næsta ásamt endurfjármögnun lána sem koma til greiðslu á næsta ári.
Bæjarráð heimilar fjármálastjóra lántöku, í formi  sölu skuldabréfa fyrir allt að 1.500.000.000 króna, skapist réttar aðstæður á skuldabréfamarkaði.  Lántökur þessar eru í fullu samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008 - endurskoðun
2007050043
Í ljósi efnahagsumhverfis  og atburða í fjármálalífinu undanfarið fór bæjarstjóri þess á leit við forstöðumenn Fasteigna Akureyrarbæjar og Framkvæmdadeildar að skoðað yrði hvar mögulegt væri að fresta eða seinka framkvæmdum á þessu og næsta ári. Rætt hefur verið við nokkra aðila og skoðað með aðrar framkvæmdir sem ekki eru hafnar. Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta framkvæmdum á KA svæðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram þessari vinnu með aðkomu framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og kynna tillögur fyrir bæjarráði svo fljótt sem auðið er.


8.          Áskorun frá jarðvinnufyrirtækjum á Akureyri
2008100040
Lögð fram áskorun til bæjarráðs dags. 8. október 2008 frá forsvarsmönnum jarðvinnufyrirtækja á Akureyri varðandi verklegar framkvæmdir.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.