Bæjarráð

3154. fundur 02. október 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3154. fundur
2. október 2008   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Sorpmál - stefnumótun
2007070029
Deildarstjóri framkvæmdadeildar Helgi Már Pálsson fór yfir stöðu mála.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra framkvæmdadeildar yfirferðina.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem unnin hefur verið til að undirbúa breytt fyrirkomulag sorphirðu á Akureyri og þær áætlanir sem uppi eru um framtíðarskipulag hennar. Ljóst er að í hönd fara tímar mikilla breytinga hvað varðar sorphirðu í bænum. Bæjarráð telur því heppilegast að sorphirðu verði fyrst um sinn áfram sinnt af starfsmönnum Akureyrarbæjar sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á verkefninu. Flokkun, fyrirtæki sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu, verði að öðru leyti falið að hafa umsjón með framkvæmd málaflokksins fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur umhverfisnefnd og framkvæmdadeild að vinna áfram að málinu á þessum forsendum.


2.          Miðbæjarskipulag
2006020089
Skipulagsstjóri Pétur Bolli Jóhannesson mætti á fundinn og kynnti stöðu mála.
Bæjarráð þakkar skipulagsstjóra fyrir kynninguna.


3.          Andanefjur - beiðni um rannsóknarstyrk
2008090100
Erindi dags. 23. september 2008 frá Eddu Elísabetu Magnúsdóttur, doktorsnema við Háskóla Íslands, þar sem hún óskar eftir styrk vegna rannsókna á veru andanefjanna í Pollinum.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


4.          Norðlenskur háfjallaleiðangur - styrkbeiðni
2008090104
Erindi dags. 18. september 2008 frá Kára Erlingssyni f.h. Iceland Shivling Expedition 2008 þar sem sótt er um styrk vegna leiðangurs fimm Akureyringa í Himalayjafjöllin á Norður-Indlandi í október 2008.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


5.          Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - áætluð kostnaðarskipting 2009
2008090060
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags 24. september 2008 ásamt áætlaðri kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga 2009.
Lagt fram til kynningar.


6.          Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2008
2008090112
Erindi dags. 22. september 2008 frá samgönguráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður föstudaginn 17. október nk. kl. 14.00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.


7.          Kirkjumiðstöðin við Vestmannsvatn - styrkbeiðni 2008
2008090116
Erindi dags. í september 2008 frá Pétri Snæbjörnssyni f.h. stjórnar Kirkjumiðstöðvarinnar við Vestmannsvatn þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ.
Bæjarráð vísar erindinu til samfélags- og mannréttindaráðs.Fundi slitið.