Bæjarráð

3153. fundur 25. september 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3153. fundur
25. september 2008   kl. 08:00 - 09:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa október 2008 - maí 2009
2008090094
Lögð fram áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa frá október 2008 - maí 2009.
Lagt fram til kynningar.


2.          Almannavarnanefnd - skipun í nefnd
2008090065
Erindi dags. 9. september 2008 frá Birni Bjarnasyni dóms- og kirkjumálaráðherra þar sem minnt er á að hinn 20. júní sl. gengu í gildi ný lög um almannavarnir nr. 82/2008. Samkvæmt 9. gr. laganna skal starfa sérstök almannavarnanefnd í hverju sveitarfélagi. Sveitarstjórn skipar í nefndina og ákveður fjölda nefndarmanna.
Bæjarráð felur stjórnsýslunefnd að gera breytingar á bæjarmálasamþykkt með vísan til nýrra laga um almannavarnir. Ekki er þörf á að breyta skipan nefndarinnar og er bæjarlögmanni falið að tilkynna það til dómsmálaráðuneytis. Almannavarnarnefnd er falið að móta stefnu og skipuleggja starf sitt með vísan til 10. gr. nýrra laga um almannavarnir nr. 82/2008.


3.          Sjálfsbjörg Akureyri - stofnun hjálparsjóðs
2008090080
Erindi dags. 16. september 2008 frá Jóni Heiðari Jónssyni og Pétri Arnari Péturssyni f.h. Sjálfsbjargar á Akureyri þar sem fram kemur að í tilefni 50 ára afmælis félagsins hafi verið ákveðið að stofna sérstakan sjóð ?Hjálparsjóð Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni.? Leitað er eftir liðsinni Akureyrarbæjar við stofnun sjóðsins.
Bæjarráð samþykkir að gefa Sjálfsbjörg á Akureyri eina milljón kr. í Hjálparsjóð Sjálfsbjargar á Akureyri í tilefni  50 ára afmæli félagsins. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


4.          Skelfiskssetur í Hrísey - húsnæði
2008090082
Erindi dags. 17. september 2008 frá Skúla Gunnari Böðvarssyni f.h. undirbúningshóps að stofnun Skelfisksseturs í Hrísey, þar sem farið er fram á að Akureyrarbær leggi til húsnæði í Hrísey fyrir starfsemi Skelfiskssetursins.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.


Þegar hér var komið mætti Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri á fundinn kl. 08.25.

5.          Menningarhúsið Hof - undirbúningur rekstrar
2008020172
Lögð fram tillaga um aðkomu Akureyrarbæjar að sjálfseignarstofnun sem sjá mun um rekstur Hofs menningarhúss.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrabær verði stofnaðili Menningarfélagsins Hofs ses. og leggi fram stofnframlag kr. 3.000.000. Stofnframlag greiðist úr Framkvæmdasjóði.
Bæjarráð skipar Freyju Dögg Frímannsdóttur, kt. 031277-3889, sem fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn félagsins og Unnar Jónsson, kt. 130467-5049, til vara.
Bæjarráð felur Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, Hermanni Jóni Tómassyni og Baldvini H. Sigurðssyni að vera fulltrúar Akureyrarbæjar á stofnfundi.


6.          Fjárfestingarstofan - netþjónabú
2007110012
Erindi dags. 17. september 2008 frá Greenstone ehf. með ósk um samstarf um undirbúiningsvinnu vegna byggingar netþjónabús á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


7.          Flutningskostnaður framleiðslufyrirtækja á Akureyri
2008010188
Lögð fram skýrsla starfshóps um fyrirkomulag flutningsjöfnunar.
Á fundi bæjarráðs þann 24. janúar 2008 var eftirfarandi bókun samþykkt.
?Bæjarráð leggur áherslu á nauðsyn þess að jafna eins og kostur er rekstrarforsendur fyrirtækja í landinu og þar með lífskjör íbúa. Framleiðslufyrirtæki, t.d. matvæla- og drykkjarvörufyrirtæki, þurfa að greiða verulegar upphæðir vegna flutnings á framleiðslu sinni á stærsta markaðssvæði landsins. Þessi kostnaður getur ráðið úrslitum um hagkvæmni þess að reka þessi fyrirtæki hér á Akureyri. Bæjarráð skorar þess vegna á stjórnvöld að taka þetta brýna mál föstum tökum og  koma á flutningsjöfnunarkerfi svo fljótt sem kostur er.?
Ljóst er að tillögur starfshópsins eru í góðu samræmi við þessi sjónarmið. Bæjarráð lýsir því eindregnum stuðningi við tillögurnar og hvetur stjórnvöld til þess að hrinda þeim í framkvæmd við fyrsta tækifæri.Fundi slitið.