Bæjarráð

3152. fundur 18. september 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3152. fundur
18. september 2008   kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - lagning Blöndulínu 3 - breyting á aðalskipulagi
2008060104
7. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 24. júlí 2008:
Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd sem vísað var til umhverfisnefndar 23. júlí 2008.  Erindið varðar umsögn á ósk Landsnets þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að gert verði ráð fyrir fyrirhugaðri lagnaleið Blöndulínu 3 á aðalskipulagsuppdrætti sveitarfélagsins 2005-2018. Jafnframt er óskað eftir því að núverandi byggðalína verði sýnd á næsta aðalskipulagi.
Umhverfisnefnd hefur fengið til umsagnar erindi frá Landsneti þar sem verið er að leggja til lagnaleið 200 KV línu um land Akureyrar. Umhverfisnefnd getur að svo stöddu ekki tekið afstöðu til erindisins og óskar eftir eftirfarandi viðbótargögnum.
1.  Svari við erindi umhverfisnefndar til Landsnets dags. 29. nóvember 2007 varðandi raflínur í Naustaborgum og Kjarnaskógi.
2.  Gerð verði nánari grein fyrir fyrirkomulagi við möstur og aðkomu að þeim.
3.  Gerð verði grein fyrir sjónrænum áhrifum línu sem þessarar séð frá Kjarnaskógi, Naustaborgum og Hömrum með innsetningu þeirra á ljósmyndir.
Gagna þessara er óskað fyrir næsta fund nefndarinnar seinnihluta ágústmánaðar nk. Umhverfisnefnd getur ekki fallist á það fyrir sitt leyti að línur liggi yfir svæði ætlað til tómstunda og útivistar við Glerárgil efra.

Árni Jón Elíasson frá Landsneti, Jón Bergmundsson frá Verkfræðistofunni Afli, Sigurjón Páll Ísaksson frá Línuhönnun hf. og Axel Valur Birgisson frá Mannviti hf. mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu verkefnið.  
Einnig sátu fundinn undir þessum lið þau Jóhann Holst frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri, Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar og fulltrúi í umhverfisnefnd og Klara Sigríður Sigurðardóttir fulltrúi í umhverfisnefnd.
Bæjarráð þakkar kynninguna.
Styrking raforkuflutningskerfisins til Akureyrar og Eyjafjarðar er ein af forsendum vaxtar og fjölbreytts atvinnulífs á svæðinu. Bæjarráð fagnar því þess vegna að þetta verkefni er nú að komast á framkvæmdastig, en leggur jafnframt áherslu á að sjónræn áhrif af framkvæmdinni verði lágmörkuð eins og kostur er.
Bæjarráð felur skipulagsnefnd að vinna áfram að málinu.


2.          Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2009
2008090060
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 12. september 2008 ásamt samþykktri fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2009. Einnig lögð fram fundargerð 112. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 10. september 2008.
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.


3.          Sumarbúðir KFUM og KFUK við Hólavatn - styrkbeiðni 2009-2011
2008090062
Erindi dags. 21. maí 2008 frá Jóhanni Þorsteinssyni og Arnari Yngvasyni f.h. sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni þar sem stótt er um byggingarstyrk að upphæð kr. 13.000.000 til að reisa nýjan svefnskála við sumarbúðirnar.
Bæjarráð vísar erindinu til frekari skoðunar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2009.


4.          Bílstjórafélag Akureyrar - fjölgun atvinnuleyfa á Akureyri
2008090064
Erindi dags. 11. september 2008 frá Vegagerðinni þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar, í samræmi við 8. gr. laga nr. 134/2001 varðandi ósk Bílstjórafélags Akureyrar um að fjölga leigubifreiðum á Akureyri úr tuttugu í tuttugu og einn.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fjölgun atvinnuleyfa.


5.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð
2007100109
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá 11. september sl. þar sem bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
Bæjarráð samþykkir samkomulag um þátt Akureyrar í uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.


6.          Lýðræðisvika - 2008
2008090066
Tölvupóstur dags. 17. júlí 2008 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntur er nýr árlegur viðburður "European Week of Local Democracy" sem sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins beitir sér fyrir að evrópsk sveitarfélög taki þátt í. Markmiðið er að auka þekkingu íbúa á staðbundnu lýðræði og stuðla að aukinni þátttöku þeirra í lýðræðinu.  Lagt er til að sveitarfélög velji vikuna í kringum 15. október til að skipuleggja viðburði með íbúum sínum.
Bæjarráð hvetur deildir og stofnanir bæjarins til þess að nýta þessa viku til að kynna íbúum starfsemi sína.


7.          Fundur með sveitarstjórnarmönnum í september 2008
2008090007
Bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir greindi frá fundi sem hún átti með fjárlaganefnd Alþingis þann 12. september sl.
Bæjarráð tekur undir þær áherslur sem kynntar voru fyrir fjárlaganefnd og felur bæjarstjóra að fylgja þeim eftir við stjórnvöld.


8.          Löggæslumál á Akureyri
2007020055
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 16. september 2008  um samstarf lögreglu og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um samstarfsnefnd lögreglu og Akureyrarbæjar. Bæjarráð samþykkir jafnframt að af hálfu Akureyrarbæjar skipi bæjarstjóri og bæjarlögmaður nefndina.


9.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - tilnefning fulltrúa í fagnefnd
2007120083
Erindi dags. 16. september 2008 frá Valtý Sigurbjarnarsyni, framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar, þar sem hann óskar eftir að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa í fagnefnd um framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.
Bæjarráð óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá VMA og MA í nefndina.Fundi slitið.