Bæjarráð

3151. fundur 11. september 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3151. fundur
11. september 2008   kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Samþykktir fyrir bæjarráð - breytingar 2008
2008060037
Lögð fram drög að breytingum á Samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar.


2.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - samningur um framhaldsskóla
2007100109
Lögð fram drög að samningi um framhaldsskóla við Eyjafjörð.  Einnig lögð fram 238. fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 3. september 2008.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og taka fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.


3.          Fjarskiptaþjónusta - verðfyrirspurn
2007100024
Lagt fram minnisblað dags. 9. september 2008 frá Valdísi G. Jónsdóttur verkefnastjóra hagþjónustu varðandi verðfyrirspurn til fjarskiptafyrirtækja.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


4.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2008
2008080051
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til júlí 2008.
Lagt fram til kynningar.


5.          Skólaþróunarsvið HA - samstarf
2006100094
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. apríl 2008:
Fyrir fundinn var lögð tillaga að rammasamningi og samningi um þjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir. Einnig var lögð fram kostnaðaráætlun. Trausti Þorsteinsson forstöðumaður Skólaþróunarsviðs HA mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir samningunum.
Skólanefnd lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfið við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samningi fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar kostnaði kr. 1.000.000 til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


6.          Önnur mál
2008010014
a)  Jóhannes Gunnar Bjarnason lagði fram minnisblað framkvæmdadeildar dags. 4. september 2008 varðandi viðhald malbikaðra gatna á Akureyri.

b)  Oddur Helgi Halldórsson lagði fram bókun svohljóðandi:
   "Það er viðtekin venja að stjórnir félaga velja sér framkvæmdastjóra sem þá starfa í umboði þeirra og eftir þeirra áherslum og vilja.
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar sagði það eitt af meginrökum fyrir að setja rekstur menningarhúss undir sjálfseignarfélag væri að við það öðlaðist húsið sjálfstæði og væri ekki hætta á íhlutun bæjaryfirvalda.  Lagði meirihlutinn mikla áherslu á þetta atriði.
Því finnst mér það mjög furðulegt að bærinn skuli nú auglýsa eftir framkvæmdastjóra fyrir húsið.  Það gengur gjörsamlega á skjön við röksemdarfærslu þá sem beitt var þegar ákveðið var að setja reksturinn í hendur sjálfseignarfélags ef bærinn ætlar nú að skikka því framkvæmdastjóra.
Þetta er enn eitt dæmið um gerræðislegar og undarlegar aðgerðir meirihlutans.
Þess ber að geta að ég er alfarið á móti því að setja reksturinn í hendur annarra og greiddi atkvæði gegn þeirri ákvörðun á sínum tíma."


Fundi slitið.