Bæjarráð

3150. fundur 04. september 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3150. fundur
4. september 2008   kl. 09:00 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Samband íslenskra sveitarfélaga - yfirlýsing og bókun stjórnar sambandsins 22. ágúst 2008
2008090001
Erindi dags. 27. ágúst 2008 frá Sambandi íslenskra sveitarfélag varðandi yfirlýsingu og bókun stjórnar sambandsins dags. 22. ágúst 2008 um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga ásamt verkaskiptingu á sviði velferðarmála.
Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu og bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


2.          Oddeyri - austan Glerárgötu sunnan Glerár
2008080096
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. ágúst 2008:
Að tillögu formanns skipulagsnefndar var stofnaður vinnuhópur sem hefur það hlutverk að rýna stöðu Oddeyrar austan Glerárgötu og sunnan Glerár m.t.t. skipulags og byggðaþróunar til framtíðar. Í framhaldi af því er hér lagt fram erindisbréf vinnuhópsins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs til kynningar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf vinnuhópsins um málefni Oddeyrar.


3.          Hafnasamband Íslands - hafnasambandsþing 2008
2008090006
Erindi dags. 29. ágúst 2008 frá Hafnasambandi Íslands þar sem bæjarstjórn Akureyrar er boðið að sitja 36.  hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands  sem haldið verður dagana 25. og 26. september nk. á Hótel KEA.
Lagt fram til kynningar.


4.          Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum 2008
2008090007
Erindi dags. 28. ágúst 2008 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem tilkynnt er að nefndin  gefur  fulltrúum sveitarfélaga  kost á  að eiga fund með nefndinni  í september 2008. Óskað er eftir að sveitarstjórn láti vita fyrir 9. september nk. hvort óskað er eftir fundi með nefndinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa fund með fjárlaganefnd Alþingis sem verður 12. september nk.


5.          Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning
2007110127
Eftirfarandi tillaga að bókun lögð fram:
Vegna umræðu um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni vill bæjarráð Akureyrar minna á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Að mati bæjarráðs eru greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til Reykjavíkur forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig sínar höfuðstöðvar.  Bæjarráð hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun sína um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallarins.
Bæjarráð Akureyrar ítrekar fyrri ályktanir vegna þessa máls og bendir á að ef innanlandsflugvöllur verði fluttur úr miðborginni er verið að takmarka aðgengi landsbyggðarfólks að miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, viðskipta og ekki síst Landspítala háskólasjúkrahúsi með því að lengja ferðatíma til borgarinnar.
Bæjarráð samþykkir bókunina.


6.          Malbikunarstöð Akureyrar
2008090018
Lagt fram minnisblað dags. 4. september 2008 frá deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni varðandi efnissíló vegna Malbikunarstöðvar.
Lagt fram til kynningar.


7.          Önnur mál
2008010014
Fyrirspurn frá Baldvini H. Sigurðssyni varðandi malbikunarframkvæmdir við Síðubraut-Vestursíðupartinn, Þingvallastræti og Eyrarlandsveg.
Lagt fram svar deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Más Pálssonar svohljóðandi:
Hvað varðar Síðubraut-Vestursíðupartinn þá er ekki á dagskrá að malbika hann á þessu ári. Ástæður eru fyrst og fremst þær að við aðliggjandi lóðir við Jaðarsíðu 1, 3 og 23 hafa ekki farið fram jarðvegsskipti, en þarna er jarðvegsdýpi rúmir 7,0 metrar og sú framkvæmd myndi leiða til þess að endanlegur frágangur á Vestursíðupartinum myndi allur skemmast og þyrfti að endurgerast að nýju. Hvað varðar Síðubrautina sjálfa þá hefur þar verið um sig að ræða, sem fylgst er með. Ekki hefur verið ráðist í malbikun á henni vegna þess. Á framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til malbikunar á þessari götu og verður væntanlega farið í það ef mælingar á sigi eru hagstæðar. Þar á að vísu eftir að ganga frá fráveitulögn í norðurkanti og gæti hæðarlega hennar haft áhrif á þessa framkvæmd.
Væntanlega verður farið í "hjólfarafyllingar" á ákveðnum svæðum á Þingvallastræti nú í þessum mánuði, en farið verður yfir þessi mál á framkvæmdaráðsfundi nk. föstudag (minni framkvæmdir í nýbyggingum gatna og þá hugsanlega aukið fé í viðhald malbikaðra gatna).  Á fjárhagsliðnum 110-3130 Viðhald malbikaðra gatna eru aðeins eftir um 5,0 mkr. (af 42,0 mkr.).
Í framkvæmdaáætlun ársins er aðeins gert ráð fyrir um 5,0 mkr. í Eyrarlandsveg.  Væntanlega verður farið í byrjun á "stórviðgerðum" þar í þessum eða næsta mánuði, en öllum ætti að vera ljóst að þessi upphæð er aðeins "dropi í hafið" af þeirri upptalningu sem kemur frá Baldvini H. Sigurðssyni.