Bæjarráð

3148. fundur 21. ágúst 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3148. fundur
21. ágúst 2008   kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Evrópusamtök sveitarfélaga - allsherjarþing
2008080044
Erindi dags. 11. ágúst 2008 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga 2009 sem haldið verður í Málmey, Svíþjóð dagana 22.- 24. apríl 2009.
Lagt fram til kynningar.


2.          Myndlistaskólinn á Akureyri - ársreikningur 2007
2008080018
Lagður fram ársreikningur Myndlistaskólans á Akureyri fyrir árið 2007.
Lagt fram til kynningar.


3.          Verklagsreglur um ráðningar m.t.t. kynjasjónarmiða - endurskoðun 2008
2008080025
3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 13. ágúst 2008:
Lögð fram tillaga að endurskoðuðum verklagsreglum um ráðningar starfsfólks m.t.t. kynjasjónarmiða.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 24. júní 2008.
Bæjarráð samþykkir verklagsreglurnar.


4.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2008
2008080051
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til júní 2008.
Lagt fram til kynningar.


5.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. ágúst 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 212. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 24 liðum og dags. 23. júlí 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 24. júní 2008.
Bæjarráð samþykkir fundargerð skipulagsstjóra.


6.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. ágúst 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 213. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 21 liðum og dags. 30. júlí 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 24. júní 2008.
Bæjarráð samþykkir fundargerð skipulagsstjóra.


7.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á lóð við Austursíðu fyrir Hagkaupsverslun
2008030079
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. ágúst 2008:
Tillagan var auglýst frá 11. apríl til 23. maí 2008. Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. ágúst 2008.
Borist hafa skýrslur frá verkfræðistofunni Línuhönnun um hljóðvist og umferð. Þar kemur fram að gera þurfi úrbætur á hljóðstigi við Lindasíðu 1-7, þar sem jafngildishljóðstigið er um 64dB(A) og húsið byggt 2003 eða  eftir gildistöku reglugerðar nr. 933 um hávaða frá 1999.  
Í samantekt og niðurstöðu umferðarskýrslu kemur m.a. fram að "Umferðaraukning vegna fyrirhugaðs verslunarhúsnæðis við Austursíðu 2 mun ekki hafa mikil afkastaleg áhrif á núverandi gatnakerfi. Það er helst á gatnamótum Hlíðarbrautar og Austursíðu þar sem vinstribeygjan af Austursíðu er erfið nú þegar í dag.
Æskilegt er að leitast við að halda hámarkshraða í samræmi við skiltaðan hámarkshraða sem og að tryggja öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda."
Í framhaldi að niðurstöðum sem fram koma í skýrslu er óskað eftir að framkvæmdadeild ráðist í úrbætur á hljóðvist við Lindasíðu 1-7 og aðgerðir til að halda niðri umferðarhraða í Austursíðu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 24. júní 2008.
Bæjarráð samþykkir aðalskipulagstillöguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.


8.          Mýrarvegur - breyting á deiliskipulagi
2008050050
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. ágúst 2008:
Tillaga að breytingum á lóðum fjölbýlishúsa vestan Mýrarvegar, bílastæðum og útfærslu götu og byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni Kambsmýri 14 var auglýst frá 28. maí til 9. júlí 2008. Fjórar athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað, sjá í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. ágúst 2008.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan svo breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 24. júní 2008.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.


9.          Hafnarstræti 17 - fyrirspurn um lóðarstækkun
2008060060
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. ágúst 2008:
Erindi dags. 5. maí 2008 þar sem Ragnar Freyr Steinþórsson, kt. 160581-5499 og Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir, kt. 180682-4819, óska eftir lóðarstækkun til norðurs um 2,5 m og að fá leyfi til að byggja bílskúr og skjólvegg við norðurmörk lóðar.  Meðfylgjandi er afstöðumynd og nánari skýringar í bréfi. Deiliskipulagstillaga var send í grenndarkynningu þann 3. júlí 2008 og lauk henni þann 31. júlí 2008. Engar athugasemdir bárust.
Þak skal vera með lágu risi eða einhalla þaki. Hámarkshæð 3,5 m yfir gólfkóta.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.  
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 24. júní 2008.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.


10.          Önnur mál
2008010014
Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði umræðna um versnandi ástand gatna á Akureyri.


Fundi slitið.