Bæjarráð

3147. fundur 14. ágúst 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3147. fundur
14. ágúst 2008   kl. 09:00 - 09:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Heiða Karlsdóttir fundarritari



Jóhannes Gunnar Bjarnason boðaði forföll sín og varamanns.

1.          Opnir dagar í Brussel - 2008
2008070047
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 17. júlí sl., en þá fól bæjarráð bæjarstjóra að leggja fram tillögu um þátttöku Akureyrarbæjar í þessum viðburði.  Minnisblað bæjarstjóra dags. 8. ágúst 2008 lagt fram.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að senda tvo fulltrúa á Opna daga í Brussel. Fulltrúar Akureyrarbæjar verða Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs og Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri.


2.          Fjölorkuhringur - nýir orkugjafar fyrir farartæki - vistvænar samgöngur
2008080017
Erindi dags. 1. júlí 2008 frá Iðnaðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórn Akureyrar ásamt bæjarstjórnum Fjarðarbyggðar, Hafnarfjarðar, Hafnar í Hornafirði og Reykjanesbæjar standi að undirbúningi og undirritun viljayfirlýsingar um fjölorkuhring í lok ágúst nk. og taki þátt í málþingi um vistvænar samgöngur í Hafnarfirði á sama tíma.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Akureyrarbæjar í verkefninu og felur bæjarstjóra að vinna að málinu.


3.           UNICEF - styrkbeiðni vegna heimsóknar
2008070041
Erindi dags. 3. júlí 2008 frá UNICEF þar sem óskað er eftir styrk til að mæta kostnaði samtakanna vegna heimsóknar til Akureyrar 8.- 11. ágúst 2008.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


4.          Samband íslenskra sveitarfélaga - Seminar on "Local and regional government: changes in structures, competences and finances" - í Kaupmannahöfn 1. október 2008
2008080021
Erindi dags. 5. ágúst 2008 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að 1. október nk. verði haldið í Kaupmannahöfn áhugavert málþing um þær breytingar sem hafa orðið á undanförnum árum á sveitarstjórnarstiginu í Evrópu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.