Bæjarráð

3145. fundur 17. júlí 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3145. fundur
17. júlí 2008   kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
1.          Brautargengi 2008 - styrkbeiðni
2008060107
Erindi dags. 25. júní  2008 frá Impru nýsköpunarmiðstöð þar sem óskað er fjárstuðnings Akureyrarbæjar vegna námskeiðsins Brautargengi 2008.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir að greiða kr. 40.000 á þátttakanda frá Akureyri fyrir allt að 15 konur.  Styrkur bæjarins getur því numið allt að kr. 600.000 á árinu. Upphæðin greiðist úr framkvæmdasjóði.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir óskar bókað:
Akureyrarbær hefur gert vel með fjárstuðningi við Impru nýsköpunarmiðstöð Íslands vegna Brautargengisnámskeiða fyrir konur síðastliðin 5 ár.
Með hliðsjón af fjölbreyttum námskeiðstilboðum annarra á svæðinu eins og t.d. Símenntunar Háskólans á Akureyri og Símeyjar tel ég það ekki réttlætanlegt að styrkja áfram námskeiðahald Impru sérstaklega.


2.          Opnir dagar í Brussel - 2008
2008070047
Erindi dags. 10. júlí 2008 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem minnt er á Opna daga (e. Open Days), einn helsta viðburð sveitarstjórnarmanna í Evrópu, sem haldnir verða í Brussel dagana 6.- 9. október nk.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu um þátttöku Akureyrarbæjar í þessum viðburði.


3.          Frumvarp til laga um mannvirki - bókun stjórnar Eyþings
2008010196
Lögð fram bókun 9. liðar  fundargerðar stjórnar Eyþings dags. 9. júlí 2008 er varðar frumvarp til laga um mannvirki.
Í frumvarpi til laga um mannvirki sem nú er til meðferðar á Alþingi er rætt um að ný stofnun, Byggingarstofnun, hafi eftirlit með framkvæmd laganna.  Í greinargerð með frumvarpinu er lagt til að höfuðstöðvar stofnunarinnar verði í Reykjavík en að hið minnsta ein starfsstöð verði staðsett úti á landi.  Á stjórnarfundi Eyþings þann 9. júlí sl. lagði stjórnin til í umsögn sinni um frumvarpið að höfuðstöðvar Byggingarstofnunar verði á Akureyri.  
Bæjarráð tekur heilshugar undir þessa tillögu og skorar á stjórnvöld að nýta þetta tækifæri til þess að fjölga opinberum störfum utan Reykjavíkursvæðisins.4.          Eftirlitsmyndakerfi fyrir miðbæ Akureyrar
2008070002
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 10. júlí sl.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í uppsetningu allt að þriggja öryggismyndavéla í miðbæ Akureyrar.  Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.  Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um meðferð upptaka úr vélunum.


5.          Verslunarmannahelgin - 2008
2008030116
Lagt fram yfirlit yfir áætlaðan kostnað Akureyrarbæjar vegna hátíðarhaldanna um verslunarmannahelgina.
Lagt fram til kynningar.


6.          Verslunarmannahelgin - 2008 - lenging opnunartíma skemmtistaða og unglingaskemmtun í KA-heimilinu
2008030116
Erindi dags. 15. júlí 2008 frá Arinbirni Þórarinssyni, Davíð Rúnari Gunnarssyni og Guðmundi Karli Tryggvasyni f.h. Vina Akureyrar þar sem óskað er eftir því að opnunartími skemmtistaða verði lengdur um verslunarmannahelgina og einnig er óskað eftir leyfi til að efna til unglingaskemmtana í KA-heimilinu á laugardags- og sunnudagskvöldi frá kl. 23:00 til 03:00 bæði kvöldin.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir erindið með þeirri breytingu að opnunartími skemmtistaða með lengri opnunartíma verði til kl. 05:00.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir óskar bókað:
Ég tel það ekki samræmast markmiðum fjölskylduhátíðar, þar sem hvatt er til samveru fjölskyldna, að lengja opnunartíma skemmtistaða.  Þá ættu unglingaskemmtanir að vera að kvöldi til en ekki fram á miðjar nætur.


7.           Ósk um eingreiðslu til bæjarstarfsmanna
2008070039
Erindi dags. 7. júlí 2008 frá Einingu-Iðju og Kili þar sem er óskað eftir því að Akureyrarkaupstaður greiði öllum starfsmönnum sínum ákveðna eingreiðslu vegna góðrar afkomu sveitarfélagsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Baldvin H. Sigurðsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.Fundi slitið.