Bæjarráð

3144. fundur 10. júlí 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3144. fundur
10. júlí 2008   kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
Víðir Benediktsson boðaði forföll.

1.          Verslunarmannahelgin -  2008
2008030116
Margrét Blöndal framkvæmdastjóri hátíðarhaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina 2008 mætti á fundinn.
Bæjarráð þakkar Margréti Blöndal fyrir ágætar upplýsingar um skipulag hátíðarhalda um verslunarmannahelgina.


2.          Sumarleyfi bæjarstjóra
2008060113
Lagt er til að bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir gegni hlutverki staðgengils bæjarstjóra á tímabilinu  14.- 28. júlí 2008 og formaður bæjarráðs Hermann Jón Tómasson á tímabilinu  11.- 25. ágúst 2008.
Skv. 62. grein bæjarmálasamþykktar ákveður bæjarstjórn hver skuli gegna störfum bæjarstjóra í forföllum hans.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 24. júní 2008.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


3.          Byggðakvóti handa Hrísey - fiskveiðiárið 2007-2008
2008040091
Erindi dags. 27. júní 2008 frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta vegna Hríseyjar á fiskveiðiárinu 2007 til 2008.
Bæjarráð lýsir verulegri óánægju með þá miklu lækkun á úthlutuðum byggðakvóta til Hríseyjar sem hér um ræðir.
Í 4. gr. reglugerðar nr. 637/2008 segir m.a: " Komi í ljós veruleg breyting á reiknuðum aflaheimildum samkvæmt þessari grein skal ráðuneytið kanna, hvort raunverulegar breytingar hafi orðið á útgerð eða botnfiskvinnslu í viðkomandi byggðarlagi.  Hafi svo ekki orðið er heimilt að halda úthlutuðum aflaheimildum samkvæmt þessari grein óbreyttum frá úthlutun fiskveiðiárið 2006/2007."
Bæjarráð skorar á sjávarútvegsráðherra að endurskoða úthlutun byggðakvóta til byggðarlagsins Hríseyjar á þessum forsendum.


4.          Hestamannafélagið Léttir - rekstrarsamningur
2007120015
3. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 26. júní 2008:
Fyrir fundinum lágu drög að rekstrarsamningi við Hestamannafélagið Létti.
Íþróttaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir rekstrarsamninginn. Kostnaði vegna hans er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


5.          Skólaakstur fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar
2008050108
Lagt fram minnisblað frá verkefnastjóra hagþjónustu varðandi útboð á skólaakstri fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Sérleyfisbíla Akureyrar, í skólaakstur fyrir grunnskóla bæjarins.


6.          Fangelsismálastofnun - vinna í fangelsum
2008070008
Erindi dags 2. júlí 2008 frá Fangelsismálastofnun þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn Akureyrar kanni möguleika á samstarfi við Fangelsið Akureyri  um verkefni á vegum sveitarfélagsins sem fangar geta unnið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna að málinu.


7.          Eftirlitsmyndakerfi fyrir miðbæ Akureyrar
2008070002
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.