Bæjarráð

3143. fundur 26. júní 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3143. fundur
26. júní 2008   kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Greið leið ehf. - aðalfundur 2008
2008060070
Erindi dags. 12. júní 2008 frá Greiðri leið ehf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 30. júní nk. kl. 16:00 að Strandgötu 29.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


2.          Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - reglur
2008060053
Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um úthlutun leiguíbúða og viðeigandi verklagsreglum. Málið var á dagskrá félagsmálaráðs 16. og 23. júní 2008.
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


3.          Leiguíbúðir - gjaldskrá
2008060094
Lögð fram tillaga um hækkun á gjaldskrá í leiguíbúðum Akureyrarbæjar.
Bæjarráð hefur á fundum sínum 13. september og 15. nóvember 2007 fjallað um úttekt framkvæmdastjórnar á leiguíbúðum Akureyrarbæjar. Þar fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja tillögur um breytingar á reglum og samþykktum fyrir bæjarráð. Í útektinni var m.a. lögð til hækkun leigu umfram vísitölu.
Lagt er til að gjaldskrá húsaleigu hækki um 6% þann 1. október 2008.  Jafnframt hækki lágmörk og  hámörk leigu um 6% frá sama tíma.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


4.          Netríkið Ísland
2008060093
Erindi dags. 16. júní 2008 frá forsætisráðuneytinu þar sem fjallað er um nýja stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið sem kynnt var á degi upplýsingatækninnar 7. maí sl. Stefnan ber yfirskriftina "Netríkið Ísland" og er hún vegvísir að þróun rafrænnar stjórnsýslu og nýtingu upplýsingatækni á árunum 2008-2012. Hægt er að nálgast stefnuna og gögn frá ráðstefnunni á vefnum á slóðinni : http://www.ut.is
Lagt fram til kynningar.


5.          Kjarnagata 2  - gatnagerðargjöld
2008060092
Erindi dags. 20. júní 2008 frá Friðjóni Sigurðarsyni forstöðumanni framkvæmda Þyrpingar hf. þar sem óskað er eftir fráviksheimild á gatnagerðargjöldum skv. gr. 5.3. í gatnagerðargjaldskrá. Þess er farið er á leit við Akureyrarbæ að lóðarhafi greiði gatnagerðargjöld samkvæmt byggingarmagni sem nýtt er á hverjum tíma skv. nánara samkomulagi milli Þyrpingar hf. og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


6.          Fjölsmiðjan á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk
2008050127
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. júní 2008:
Erindi dags. 25. maí 2008 frá forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri þar sem óskað er eftir 4.000.000 kr. rekstrarstyrk fyrir árið 2008.
Félagsmálaráð samþykkir að veita 1.000.000 kr. í rekstur  Fjölsmiðjunnar af bókhaldslið 102-8110.
Félagsmálaráð óskar eftir að bæjarráð leggi fram 2.000.000 kr. til viðbótar til reksturs Fjölsmiðjunnar.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 2.000.000 til reksturs Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


7.          Tryggingarútboð 2008
2008050019
Lagt fram minnisblað dags. 24. júní 2008 frá Valdísi Guðbjörgu Jónsdóttur verkefnastjóra hagþjónustu varðandi útboð á vátryggingum fyrir Akureyrarbæ og Norðurorku.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Sjóvá - Almennar tryggingar hf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í vátryggingar fyrir Akureyrarbæ og Norðurorku.
Jóhannes Gunnar Bjarnason vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.


8.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2007
2008030091
7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 24. júní 2008:
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.


9.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
Lögð fram drög að tekjuáætlun og tillaga að fjárhagsrömmum ársins 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu um tekjuáætlun og fjárhagsramma fyrir árið 2009.


10.          Önnur mál
2008010014
Hjalti Jón Sveinsson óskaði bókað að rætt var um stöðu löggæslu á Akureyri.


Fundi slitið.