Bæjarráð

3142. fundur 19. júní 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3142. fundur
19. júní 2008   kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2007
2008030091
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2007.
Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Ari Stefánsson endurskoðendur frá KPMG mættu á fundinn og skýrðu ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum.  
Einnig sátu bæjarfulltrúarnir Kristján Þór Júlíusson, Sigrún Stefánsdóttir og Helena Þ. Karlsdóttir ásamt starfsmannastjóra Höllu Margréti Tryggvadóttur fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


2.          Slökkvilið Akureyrar - spillefnagámur
2008060019
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 6. júní 2008:
Tekin fyrir greinargerð frá Þorbirni Haraldssyni slökkviliðsstjóra þar sem farið er fram á hækkun á áður veittri fjárveitingu til smíði gáms sem vegna verðfalls krónunnar og hækkandi gengis evru er nú rúmum tveimur milljónum dýrari en þegar heimild fékkst til smíðinnar.
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir kaup á gámnum fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar beiðninni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.


3.          Norðurorka hf. - hlutafjáraukning
2008060063
Erindi frá Norðurorku hf. varðandi hlutafjáraukningu. Óskað er eftir því að Akureyrarbær falli frá forkaupsrétti á nýju hlutafé.  Samningar liggja fyrir milli Eyjafjarðarsveitar og Norðurorku hf. um kaup á hitaveitu Eyjafjarðarsveitar og er gert ráð fyrir að hluti kaupverðs verði greiddur með nýju hlutafé að nafnverði kr. 1.000.000.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt Akureyrarbæjar.


4.          Flokkun ehf. - hlutafjáraukning 2008
2008060064
Erindi dags. 12. júní 2008 frá framkvæmdastjóra Flokkunar ehf. þar sem óskað er eftir að eigendur félagsins taki þátt í hlutafjáraukningunni í samræmi við eignarhlut sinn i félaginu. Eignarhlutur  Akureyrarbæjar er 76,34 % og koma því 22.902.677 kr. í hlut Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að auka hlutafé bæjarins í Flokkun ehf. um kr. 22.902.677 vegna verulegra breytinga á gengi íslensku krónunnar. Hlutafé greiðist úr Framkvæmdasjóði og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar Framkvæmdasjóðs.


5.          Styrktarsjóður EBÍ 2008
2008060042
Erindi dags. 6. júní 2008 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2008.
Bæjarráð vísar erindinu til deilda bæjarins til skoðunar og hvetur þær jafnframt til að senda inn umsóknir til sérstakra verkefna.


6.          Hrísey - fjölgun ferða ferjunnar Sævars
2008060051
Lagt fram afrit af erindi dags. 12. júní 2008 frá hverfisráði Hríseyjar til samgönguráðherra þar sem beðið er um að ferðum ferjunnar Sævars verði fjölgað um tvær ferðir síðdegis og eina ferð að morgni.
Bæjarráð lýsir stuðningi sínum við erindið og hvetur samgönguráðuneytið að hefja endurskoðun á ferðatíðni í samráði við eyjaskeggja.


7.          Frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum á EES-samningi, 524. mál
2008040077
Lögð fram bókun frá bæjarfulltrúa Baldvini H. Sigurðssyni þar sem fram koma athugasemdir við svar bæjarstjóra á bæjarráðsfundi 29. maí 2008 vegna fyrirspurnar Baldvins um málið. Einnig voru lagðar fram nýjar spurningar.
Lagt fram skriflegt svar við spurningum Baldvins H. Sigurðssonar.


8.          Nefndarlaun - fyrirspurn 2008
2008060066
Lögð fram svör við fyrirspurn bæjarfulltrúa Odds Helga Halldórssonar um greiðslur til bæjarfulltrúa sem lögð var fram á fundi bæjarráðs þann 12. júní 2008.


9.          Gleráreyrar - eignarnám
2007100050
Rætt um sölu á eignum við Dalsbraut 1h og 1i í kjölfar eignarnáms.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni að auglýsa eignirnar til sölu.


10.          Önnur mál
2008010014
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði umræðna um skrílslæti í miðbænum á bíladögum um nýliðna helgi.


Fundi slitið.