Bæjarráð

3141. fundur 12. júní 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3141. fundur
12. júní 2008   kl. 09:00 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Sigríður Stefánsdóttir
Kolbrún Magnúsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar:
Bjarni Smári Jónasson, kt. 270755-0039, tekur sæti aðalmanns  í stað Vilborgar Jóhannsdóttur, kt. 100559-7819.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2.          Eyþing - umsókn um einkaleyfi á sérleið
2007120088
Lagt fram bréf dags. 14. maí 2008 frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra þar sem hún fyrir hönd Akureyrarbæjar veitir Eyþingi umboð sveitarfélagsins til að óska eftir einkaleyfi  á sérleiðinni Akureyri - Húsavík fyrir árið 2009.
Lagt fram til kynningar.


3.          Vinabæjamót / Kontaktsmandsmøde á Akureyri 2008
2008030053
Lögð fram dagskrá  vinabæjarmóts sem haldið verður á Akureyri 22.- 24. júní nk. Boðið hefur verið gestum frá norrænu vinabæjunum Álasundi, Lahti, Randers og Västerås.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra og formann bæjarráðs ásamt mökum sem fulltrúa Akureyrarbæjar á mótinu.


4.          Búsæld ehf. - viðauki við kaupsamning
2007120064
Lagður  fram viðauki  dags. 10 . júni 2008  við kaupsamning frá 19. desember 2007.  
Í viðaukanum koma fram breyttir greiðsluskilmálar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.


5.          Samstarfssamningur um brunavarnir
2008060024
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 6. júní 2008:
Tekinn fyrir samstarfssamningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Svalbarðsstrandarhrepps, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar og Eyjafjarðarsveitar um brunavarnir og brunaeftirlit.  
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.
Bæjarráð samþykkir samningana.


6.          Iðnaðarsafnið - 10 ára afmæli
2008060048
Rætt um 10 ára afmæli Iðnaðarsafnsins og dagskrá í tilefni þess.
Bæjarráð óskar safninu til hamingju með afmælið og samþykkir að styrkja safnið um kr. 300.000 vegna þeirrar dagskrár sem safnið stendur fyrir í tengslum við afmælið. Styrkurinn færist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.


7.          Önnur mál
2008010014
a) Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir athugasemd sem honum barst í tölvupósti vegna dagskrár Bíladaga á Akureyrarvelli.

b) Bæjarfulltrúi Baldvin H. Sigurðsson ræddi málefni Bakarísins við brúna.

c) Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Ég óska eftir að fá yfirlit yfir allar greiðslur sem Akureyrarbær hefur greitt bæjarfulltrúum á árinu 2007. Ég óska eftir að þær verði sundurliðaðar á hvern bæjarfulltrúa þ.e. bæjarfulltrúalaun, bæjarráðslaun, nefndarlaun fastanefnda, nefndarlaun vinnunefnda og verkefnishópa, dagpeninga og ferðastyrki, önnur laun og aðrar greiðslur.
Ég óska eftir að yfirlitið verði lagt fram sem fyrst".Fundi slitið.