Bæjarráð

3138. fundur 22. maí 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3138. fundur
22. maí 2008   kl. 09:00 - 11:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
1.          Svifryk - mælingar á loftgæðum 2008
2008010234
5. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 17. apríl 2008:
Málþingið minni mengun - betri heilsa fór fram á Akureyri þann 14. apríl sl. Umræður um það sem þar fór fram og þær aðgerðir sem mögulegar eru í baráttunni gegn svifryki í bænum.
Umhverfisnefnd hefur fjallað um svifryk og hálkuvarnir. Fyrir liggur að semja nýjar reglur um hálkuvarnir. Ljóst er að þrátt fyrir ýmsar tilraunir hefur okkur ekki tekist að koma böndum á svifryk og því nauðsynlegt að hyggja að róttækari breytingum. Sandburður á götur bæjarins hefur líklega mjög afgerandi áhrif á svifryksmyndun og því telur umhverfisnefnd nauðsynlegt að stemma stigu við slíku og leita nýrra leiða.
Nefndin vísar því málinu til bæjarráðs og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og óskar umsagnar þeirra áður en lokið verður við tillögur umhverfisnefndar í málefnum hálkuvarna á Akureyri. Að fengnum umsögnum mun nefndin leggja fram tillögur um hálkuvarnir á götum og gangstígum fyrir bæjarstjórn. Þessu verkefni skal lokið fyrir næsta haust eða nánar tiltekið fyrir 15. september nk.
7. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 16. maí 2008:
Umhverfisnefnd hefur á fundi sínum þann 17. apríl 2008 óskað eftir umsögn framkvæmdaráðs á málefnum hálkuvarna á Akureyri áður en nefndin mun leggja fram tillögur um þær fyrir 15. september nk.
Framkvæmdaráð telur mikilvægt að dregið sé úr sandburði sem hálkuvörn þar sem hann hefur líklega afgerandi áhrif á myndun svifryks og að leitað verði nýrra leiða varðandi hálkuvarnir sem leitt geta til markvissrar minnkunar þess. Ráðið telur rétt að haldið verði áfram með prófanir með notkun salts.
Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofu mætti á fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið ásamt Helga Má Pálssyni deildarstjóra framkvæmdadeildar og Jóni Birgi Gunnlaugssyni forstöðumanni umhverfismála.
Bæjarráð þakkar Þorsteini fyrir ágæta kynningu.
Bæjarráð telur fulla ástæðu til að endurskoða aðferðir við hálkuvarnir í bænum í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið um áhrif þeirra aðferða sem nú eru notaðar á svifryksmengun.


2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. maí 2008. Fundargerðin er í 6. liðum.
Bæjarráð vísar 2. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, 4. lið til skipulagsdeildar og bæjarlögmanns, 5. lið til skóladeildar og 6. lið til framkvæmdadeildar. Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


3.          Kirkjugarðar Akureyrar - framkvæmdaáætlun 2008
2008050044
11. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 16. maí 2008:
Erindi frá Smára Sigurðssyni f.h. Kirkjugarða Akureyrar þar sem hann fer fram á að Akureyrarkaupstaður komi að framkvæmdum við stígagerð í garðinum á árinu 2008.
Framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjárhagsáætlun ársins 2008. Framkvæmdaráð óskar eftir aukafjárveitingu til verkefnisins.
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur eðlilegt að ráðist verði í þetta verkefni með þeim hætti sem lýst er í erindinu. Greiðslu Akureyrarbæjar vegna þess verður skipt á árin 2008 og 2009. Bæjarráð heimilar hækkun á framkvæmdaáætlun vegna gatna og stíga og vísar kostnaði vegna þess, kr. 4 milljónum, til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008. Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.


4.          Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2008
2008050038
Erindi dags. 9. maí 2008 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. þar sem boðað er til aðalfundar þann 11. júní nk. kl. 11:00 að Melum í Hörgárdal.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum. Bæjarfulltrúar eru hvattir til að sækja fundinn.5.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vorfundur 2008
2008050049
Erindi dags. 13. maí 2008 þar sem tilkynnt er að vorfundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar verði haldinn mánudaginn 9. júní nk.
Lagt fram til kynningar.


6.          Eyþing - aðalfundur 2008
2008050092
Erindi dags. 16. maí 2008 frá Eyþingi þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings dagana 3.- 4. október 2008 á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.


7.          Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2008
2008050080
Erindi dags. 13. maí 2008 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 30. maí nk. að Borgartúni 37 í Reykjavík.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni bæjarritara að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


8.          Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2007
2008050077
Lagður fram ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2007. Einnig lögð fram skýrsla um endurskoðun ársreiknings stofnunarinnar árið 2007.
Lagt fram til kynningar.


9.          Neyðarsími á hjólabrettasvæði
2008050054
Tillaga ásamt greinargerð  frá bæjarfulltrúa Oddi Helga Halldórssyni um að settur verði upp neyðarsími á hjólabrettasvæðinu við Sólborg.
Bæjarráð vísar tillögunni til framkvæmdaráðs.


10.          Lánssamningur 2008 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
2008030106
Lögð fram drög að lánssamningi nr. 9/2008 milli Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem lánveitanda og Akureyrarkaupstaðar sem lántaka, lánsfjárhæð 5.000.000 EUR.
Bæjarráð samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 5 milljónir evra  til 10  ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


11.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008
2007050043
Lagt fram minnisblað um stöðu fjárhagsáætlunar í ljósi breyttrar stöðu í efnahagsmálum.
Lagt fram til kynningar.


Jóhannes Gunnar Bjarnason vék af fundi kl. 11:20.


12.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
Lagt fram fjárhagsáætlunarferli 2008 fyrir árið 2009.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlunarferli.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


13.          Önnur mál
2008010014
Bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Baldvin H. Sigurðsson óskar að bókað verði:
Vonbrigði með að bæjarstjórn og bæjarráð Akureyrar taki ekki afstöðu til tillögu okkar um að fresta afgreiðslu frumvarps um óheftan innflutning á hráu kjöti, og þeirri miklu vá sem, það hefði á íslenskan landbúnað og þá smithættu sem upp gæti komið í íslensku búfé.
Formaður bæjarráðs óskar bókað:
Bæjarráðsfundur var boðaður með dagskrá áður en þessu máli var vísað til ráðsins.  Málið verður á dagskrá bæjarráðs fimmtudaginn 29. maí nk.


Fundi slitið.