Bæjarráð

3137. fundur 15. maí 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3137. fundur
15. maí 2008   kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
1.          Hof menningarhús - undirbúningur rekstrar
2008020172
Umræða um rekstur á Hofi menningarhúsi. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir frá ráðgjafafyrirtækinu Iðu og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu mættu á fundinn.
Bæjarráð lýsir sig sammála þeim megináherslum varðandi rekstur Hofs - menningarhúss sem fram koma í minnisblaði Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við ofangreinda afgreiðslu.
Bæjarráð skipar Hermann Jón Tómasson, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og Baldvin Halldór Sigurðsson í stýrihóp vegna verkefnisins. Bæjarritari og framkvæmdastjóri Akureyrarstofu vinna með hópnum auk verkefnisstjóra.2.          Heilsugæslustöðin - endurskoðuð fjárhagsáætlun 2008
2008040100
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 28. apríl 2008:
Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2008 vegna breytinga sem gerðar voru við undirritun þjónustusamninga.
Félagsmálaráð samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun HAK.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun HAK fyrir árið 2008.


3.          Fjárfestingarstofan - netþjónabú
2007110012
Kynnt skýrsla frá Fjárfestingastofunni frá mars 2008 -  "Netþjónabú - staðarvalsathugun".
Lagt fram til kynningar.


4.          Dagur barnsins 2008
2008050015
Erindi dags. 2. maí 2008 frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að ár hvert skuli haldinn hátíðlegur dagur barnsins og hefur síðasti sunnudagur maímánaðar verið valinn fyrir þennan viðburð. Sveitarfélögin eru hvött til þess að tilnefna tengilið til að vera í sambandi við framkvæmdanefnd dags barnsins sem mun taka fagnandi við öllum góðum hugmyndum, vera til ráðgjafar og koma upplýsingum á framfæri.
Bæjarráð hvetur stofnanir bæjarins til þess að gera ráð fyrir þessum degi í skipulagi sínu hér eftir. Bæjarráð tilnefnir Gunnar Gíslason fræðslustjóra sem tengilið sem sjá mun um samskipti við framkvæmdanefnd dags barnsins.


5.          Tækifæri hf. - aðalfundur 2008
2008040113
Erindi dagsett 21. apríl 2008 frá Tækifæri hf. þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 6. maí nk. að 3. hæð Strandgötu 3.
Með tölvupósti var leitað samþykkis bæjarráðsmanna á að fela  bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Bæjarráð staðfestir umboð til bæjarstjóra.


6.          Málræktarsjóður - aðalfundur 2008
2008050011
Erindi dags. 2. maí 2008 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 6. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson, kt. 290648-2179, sem fulltrúa Akureyrarbæjar og  Hólmkel Hreinsson, kt. 220161-4479, sem varamann.


7.          Flokkun Eyjafjörður ehf. og Molta ehf. - ársreikningar
2008040075
Lagðir fram ársreikningar Flokkunar Eyjafjarðar ehf. og Moltu ehf. fyrir árið 2007.
Lagt fram til kynningar.


8.          Önnur mál
2008010014
Jóhannes Gunnar Bjarnason lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:
a:  Staða mála í miðbæjarskipulagi.
b:  Staða mála í handboltanum í bænum.


Fundi slitið.