Bæjarráð

3136. fundur 23. apríl 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3136. fundur
23. apríl 2008   kl. 09:00 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Kristín Sigfúsdóttir
Víðir Benediktsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi boðaði forföll og sömuleiðis varamaður hans Gerður Jónsdóttir.

1.          Spítalavegur 8 og 9 - breyting á lóðarmörkum eignarlóða
2008040055
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. apríl 2008:
Erindi dags. 22. febrúar 2008 þar sem Björn Guðmundsson f.h. Línu Guðlaugar Atladóttur, kt. 300759-3439 og Guðmundar Benediktssonar, kt. 050960-3749, eigenda lóðarinnar að Spítalavegi 8 og Ólafs Tryggva Kjartanssonar, kt. 160650-7299, eiganda lóðarinnar að Spítalavegi 9 óskar eftir að lóðarmörkum verði breytt í samræmi við meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn bæjarráðs á erindinu og hvort það vilji nýta sér forkaupsrétt að landinu.
Skipulagsstjóri Pétur Bolli Jóhannesson sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti, en leggur áherslu á að áfram verði kvöð um göngustíg á lóðinni.


2.          Skátafélagið Klakkur - samningur um rekstur tjaldsvæða
2007100076
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 18. apríl 2008:
Tekinn fyrir samningur milli Akureyrarbæjar og Skátafélagsins Klakks um rekstur tjaldsvæða Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


3.          Sjúkraflutningar - endurskoðun samnings 2006
2006030071
7. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 18. apríl 2008:
Helgi Már Pálsson deildarstjóri fór yfir samninginn milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um sjúkraflutninga.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
4.          Fjárveitingar til leikskóla - erindi frá leikskólakennurum á Akureyri
2007100037
Tekið fyrir að nýju erindi frá formanni 6. svæðadeildar Félags leikskólakennara. Erindið varðar fjárveitingu til leikskóla á Akureyri.  Áður á dagskrá bæjarráðs 18. október 2007 og skólanefndar 17. desember 2007.

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 18. október 2007:
Erindi dags. 8. október 2007 frá Hugrúnu Sigmundsdóttur f.h. stjórnar 6. svæðadeildar Félags leikskólakennara þar sem sveitarstjórnir í kjördæminu eru hvattar til að auka fjárveitingu til leikskóla og tryggja þar með að þjónustustig við börnin/nemendur sé alltaf fullnægjandi miðað við barngildisútreikninga. Einnig eru sveitarstjórnir hvattar til að gera  ráð fyrir fjármagni til að mæta umsóknum um TV-einingar, sem og því að aðstoðarskólastjóri sé undanskilinn frá deildarstjórn og að undirbúnings- og stjórnunartími sé umfram lágmark.
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar.

3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 17. desember 2007:
Erindi dagsett 13. desember 2007 frá Önnu R. Árnadóttur og Björgu Sigurvinsdóttur leikskólastjórum f.h. leikskólastjóra í leikskólum Akureyrarbæjar, þar sem þær vilja koma á framfæri óánægju sinni vegna þess að ekki hefur verið komið til móts við óskir þeirra um auknar fjárveitingar til leikskólanna en í staðinn er veitt auknum fjármunum til að tölvuvæða grunnskólakennara.
Skólanefnd bendir á að fartölvuvæðing grunnskólakennara er í samræmi við samstarfssamning meiruhlutans í bæjarstjórn og átti að koma til framkvæmda skólaárið 2006-2007. Skólanefnd býður leikskólastjórum og trúnaðarmönnum til fundar ásamt bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, eftir áramót til þess að ræða þessi mál.

Einnig lögð fram erindi um sama efni frá Hugrúnu Sigmundsdóttur f.h. leikskólakennara á Akureyri dags. 11. desember 2007 og erindi undirritað af Önnu R. Árnadóttur og Björgu Sigurvinsdóttur dags. 13. desember 2007 f.h. leikskólastjóra í leikskólum Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 2.500.000 til leikskóla til þess að hækka stöðuhlutfall vegna fastra afleysinga í 8,33%. Breytingin taki gildi frá 1. maí 2008. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Erindunum er að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.


5.          Norðurskel ehf. - ársreikningur
2008040028
Lagður fram ársreikningur Norðurskeljar ehf. fyrir árið 2007 ásamt skýrslu stjórnar.  Ársreikningurinn var lagður fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var  17. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.


6.          Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - ársreikningur
2008030126
Lagður fram ársreikningur Fóðurverksmiðjunnar Laxár fyrir árið 2007, sem lagður var fram á aðalfundi fyrirtækisins 11. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.


7.          Flokkun Eyjafjörður ehf. - aðalfundur 2008
2008040075
Lagt fram bréf dags. 16. apríl 2008, undirritað af Eiði Guðmundssyni framkvæmdastjóra þar sem boðað er til aðalfundar Flokkunar Eyjafjörður ehf. miðvikudaginn 30. apríl nk.  kl. 15:00 á Strikinu, Skipagötu 14, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

8.          Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2008
2008040089
Erindi dags. 16. apríl 2008 frá Guðrúnu Kristinsdóttur safnstjóra þar sem boðað er til aðalfundar Minjasafnsins á Akureyri 2008 miðvikudaginn 30. apríl nk. kl. 20:00 í sal Zontaklúbbs Akureyrar að Aðastræti 54.  Fundarboðinu fylgja  ársreikningur og ársskýrsla fyrir árið 2007.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.
Bæjarfulltrúum og fulltrúum í stjórn Akureyrarstofu er jafnframt gefinn kostur á að sækja fundinn.


9.          Byggðakvóti handa Hrísey - fiskveiðiárið 2007-2008
2008040091
Lagt fram bréf frá Sjávarútvegsráðuneytinu dags. 16. apríl 2008 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta.  Umsóknarfrestur um byggðakvóta er til 30. apríl 2008.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsókn um byggðakvóta vegna Hríseyjar.Fundi slitið.