Bæjarráð

3134. fundur 10. apríl 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3134. fundur
10. apríl 2008   kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Vinnuskóli  2008 - laun
2008040010
Lögð fram tillaga að launum 14, 15 og 16 ára unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2008.
Halla Margrét Tryggvadóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2008 verði sem hér segir:
8. bekkur (14 ára)   kr.  359   (10,17% orlof innifalið)
9. bekkur (15 ára)   kr.  410   (10,17% orlof innifalið)
10. bekkur (16 ára) kr. 489   auk 10,17% orlofs eða alls kr. 539.


2.          Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2008
2008040004
Erindi dags. 31. mars 2008 frá Kára Arnóri Kárasyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins miðvikudaginn 30. apríl nk. á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra Sigrúnu Björk Jakobsdóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.


3.          Norðurskel ehf. - aðalfundur 2008
2008040028
Erindi dags. 2. apríl 2008 frá stjórn Norðurskeljar ehf. þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 17. apríl nk. að Sandhorni í Hrísey og hefst hann kl. 14:00.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


4.          Rannsóknarsjóður Bjarna Benediktssonar - styrkbeiðni
2008040024
Erindi dags. í mars 2008 frá Rannsóknarsjóði Bjarna Benediktssonar þar sem kynnt er að ákveðið hafi verið að stofna til styrkveitinga á sviði lögfræði og sagnfræði í tilefni af að hinn 30. apríl 2008 verða liðin 100 ár frá fæðingu Bjarna Benediktssonar lagaprófessors og forsætisráðherra. Leitað er eftir fjárstuðningi Akureyrarbæjar við þetta verkefni.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


5.          Íþróttasvæði Þórs - uppbygging
2007070018
12. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 3. apríl 2008:
Oddur Helgi Halldórsson óskaði eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda á Þórssvæðinu ásamt kostnaðarstöðu.
Formaður bæjarráðs Hermann Jón Tómasson kynnti stöðu verkefnisins.


6.          Gleráreyrar - úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta
2007100050
Úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta frá 31. mars 2008 vegna eignarnáms á eignum Svefns og heilsu við Dalsbraut 1, Akureyri lagður fram.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


7.          Northern Forum 2008 og NF fundir á Akureyri
2008010012
Sigríður Stefánsdóttir skrifstofustjóri Ráðhúss mætti á fundinn og gerði grein fyrir tveimur fundum á vegum Northern Forum samtakanna og undirbúningi vegna þeirra.  Fundirnir eru árlegur tengiliðafundur, sem haldinn verður dagana 15. og 16. apríl nk. og fundur um samskipti á sviði atvinnumála og viðskipta sem haldinn verður 17. og 18. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.


8.          Þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi
2007110128
Bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir upplýsti um stöðu mála.
Kynningarfundir verða haldnir með landeigendum 17. apríl nk. í Hlíðarbæ kl. 13.30 og Freyvangi kl. 20.30.


9.          Jafnréttisvog - niðurstöður könnunar
2008040038
Á málþingi Jafnréttisstofu sem haldið var í gær voru kynntar  íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum. Á fundinum var meðal annars skýrt frá því hvaða sveitarfélög eru að standa sig best í jafnréttismálum, miðað við mælikvarða verkefnisins.
Jafnréttisstofa segir, að ástæður þess að Akureyrarbær fékk hæstu einkunn séu meðal annars jafnt hlutfall kynjanna í bæjarstjórn, jafnt hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum, og sú staðreynd að bæjarstjórinn sé kona. Auk þess komi bærinn vel út hvað varðar dagvistun barna á aldrinum 1-5 ára og ágætlega hvað varðar hlutfall kynjanna í íbúafjölda.
Tilgangur verkefnisins var að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi. Spurningar sem varða hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum, atvinnuþátttöku kynjanna og þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku voru sendar til sveitarfélaga. Þátttakendur í verkefninu voru, auk Íslands, Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur. Auk samanburðar á milli sveitarfélaga innanlands er því hægt að bera saman niðurstöður á milli landanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu Jafnréttisstofu jafnrétti.is
Bæjarráð fagnar þessari niðurstöðu  og leggur áherslu á að Akureyrarbær verði áfram í fremstu röð sveitarfélaga í jafnréttismálum.


10.          Hafnarstræti 98
2006030098
Lagður fram kaupsamningur um sölu eignarinnar Hafnarstræti 98 á Akureyri, fastanr. 214-6989.  Kaupandi er Hafnarstræti 98 ehf., kt. 531106-1130.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um sölu á eignarhlut Akureyrarbæjar í húsinu.


11.          Önnur mál
2008010014
Jóhannes Gunnar Bjarnason spurðist fyrir um stöðu kjarasamningaviðræðna við kennara.
Jafnframt spurðist hann fyrir um fyrirkomulag söngvakeppni framhaldsskólanema.


Fundi slitið.