Bæjarráð

3133. fundur 03. apríl 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3133. fundur
3. apríl 2008   kl. 09:00 - 11:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Starfsmannamál íþróttafélaga
2008030132
Kristinn Svanbergsson íþróttafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti niðurstöðu athugunar á starfsmannahaldi íþróttafélaga á Akureyri í samanburði við íþróttafélögin á höfuðborgarsvæðinu.  Tilefnið er umfjöllun í bæjarráði 6. mars 2008 undir liðnum önnur mál þar sem Jóhannes Gunnar Bjarnason tók málið upp.
Bæjarráð þakkar Kristni fyrir góða kynningu.


2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. mars 2008.  Fundargerðin er í 10 liðum.
Bæjarráð vísar 2. lið a-d og 4., 7. og 8. lið til framkvæmdadeildar og 2. lið f og 6. lið til skipulagsnefndar. Fyrri hluta 7. liðar er vísað til fjármálastjóra.  Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


3.          Nonnahús - samningur um rekstur
2007120026
3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 14. febrúar 2008:
Farið var yfir drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um rekstur Nonnahúss.  Samkvæmt þeim tekur Minjasafnið að sér allan rekstur safnsins í Nonnahúsi, en lögð er áhersla á að ímynd safnsins verði sjálfstæð og nafni Jóns Sveinssonar verði haldið á lofti.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


4.          Sorpmál - stefnumótun
2008030012
1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 13. mars 2008:
Forstöðumaður umhverfismála og deildarstjóri framkvæmdadeildar lögðu fram á fundinum minnisblað um stöðu verkefnisins og áætlaðan kostnað við breytingar í sorpmálum sem unnið hefur verið að.  
Drög af stefnumótun umhverfisnefndar í sorpmálum liggur nú fyrir. Umhverfisnefnd vísar drögunum til bæjarráðs til skoðunar og kynningar. Óskað er eftir að bæjarráð heimili umhverfisnefnd áframhaldandi vinnu við stefnumótunina. Gert er ráð fyrir að stefnan verði kynnt almenningi á umhverfisdaginn þann 25. apríl nk.
Bæjarráð þakkar Jóni Birgi Gunnlaugssyni verkefnisstjóra umhverfismála ágæta kynningu á vinnu umhverfisnefndar til þessa.
Bæjarráð tekur undir áherslu um samvinnu við íbúa um aukna flokkun og að verkefni sveitarfélagsins sé að skapa sem bestar aðstæður til þess. Bæjarráð felur umhverfisnefnd að vinna áfram að verkefninu og skoða vandlega kosti og galla mismunandi leiða sem færar eru að þessu markmiði auk þess sem mikilvægt er að greina vel kostnað mismunandi valkosta.


5.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - almenningssamgöngur/einkaleyfi
2007120088
Erindi dags. 25. mars 2008 undirritað af Valtý Sigurbjarnarsyni framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir umboði til að vinna að umsókn um einkaleyfi til að sjá um almenningssamgöngur milli Akureyrar og Ólafsfjarðar.   Erindið kemur í framhaldi af vinnu starfshóps á vegum héraðsnefndar um almenningssamgöngur í Eyjafirði.  
Bæjarráð Akureyrar veitir  Héraðsráði Eyjafjarðar umboð til að sækja um leyfi á eftirtöldum sérleyfisleiðum með vísan í lög nr. 73/2001 um fólks- og farmflutninga á landi:
Dalvík - Akureyri
Dalvík - Ólafsfjörður.
Bæjarráð Akureyrar veitir Héraðsráði Eyjafjarðar einnig umboð til að hefja viðræður við Vegagerðina um styrki til að sinna fólksflutningum á framangreindum leiðum.


6.          Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2008
2008030126
Erindi ódags. frá framkvæmdastjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 11. apríl nk. í Stássinu/Greifanum kl. 14:30.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


7.          Íþróttafélagið Þór - gervigras á Sunnuhlíðarsvæði
2008030089
Erindi dags. 15. mars 2008 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir því að bæjarráð Akureyrar veiti heimild til að leggja nú þegar gervigras á svokallað Sunnuhlíðarsvæði. Gerð er grein fyrir hugsanlegri fjármögnun verkefnisins m.a. í formi láns sem Akureyrarbær tæki.
Meiri hluti bæjarráðs leggur áherslu á að áfram verði unnið að uppbyggingu á Þórssvæðinu á grundvelli samnings Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Þórs þar sem gert er ráð fyrir að náttúrulegt gras verði lagt á Sunnuhlíðarsvæðið. Bæjarráð getur því ekki orðið við erindinu.
Oddur Helgi Halldórsson og Baldvin H. Sigurðsson greiddu atkvæði á móti afgreiðslunni.


8.          Fjölskylduhátíð í Hrísey 2008 - styrkbeiðni
2008030114
Erindi dags. 9. mars 2008 frá Guðrúnu Kristjánsdóttur f.h. Markaðsráðs Hríseyjar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til að halda Hríseyjarhátíðina dagana 18.- 20. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 400.000 til Markaðsráðs Hríseyjar vegna Hríseyjarhátíðar dagana 18.- 20. júlí nk. Styrkupphæðin greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.


9.          M.A. Skólafélagið Huginn - Gettu betur
2008040001
Lagt fram erindi sem barst í tölvupósti 18. mars 2008 undirritað af Vilhjálmi B. Bragasyni  f.h. Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri.  Í erindinu er bent á góðan árangur Gettu betur liðs skólans í vetur og mikinn kostnað sem fylgt hefur þátttöku í keppninni. Spurt er hvort bærinn gæti hugsað sér að koma til móts við félagið eftir góðan keppnisvetur.
Bæjarráð óskar M.A. til hamingju með ágætan árangur keppnisliðs skólans í keppninni Gettu betur. Ráðið lýsir vonbrigðum sínum með að Ríkisútvarpið skuli ekki taka með eðlilegum hætti þátt í þeim kostnaði sem óhjákvæmilega hlýst af því þegar skóli á landsbyggðinni nær góðum árangri í keppninni.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir að styrkja skólafélagið um kr. 300.000. Styrkurinn greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


10.          ABC Barnahjálp - styrkbeiðni
2008030120
Erindi dags. 17. mars 2008 frá Margréti Blöndal skrifstofustjóra ABC  Barnahjálpar þar sem kynnt er  starfsemi félagsins.  Akureyrarbæ er boðið að taka að sér að styrkja rekstur eins skóla í Pakistan.  Mánaðarlegur kostnaður við reksturs skólans er um kr. 86.000.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


11.          SAP - innleiðing á hugbúnaði
2005020075
12. liður í fundargerð bæjarráðs 13. mars 2008 þar sem Baldvin H. Sigurðsson óskar upplýsinga um nokkur atriði er varða SAP tölvukerfið, sem bærinn tók í notkun.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri lagði fram minnisblað dags. 3. apríl 2008 og kynnti málið.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Jóhannes Gunnar Bjarnason vék af fundi kl. 11.10.


12.          Önnur mál
2008010014
Oddur Helgi Halldórsson óskaði eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda á Þórssvæðinu ásamt kostnaðarstöðu.
Hann óskaði einnig eftir upplýsingum um skipulagsvinnu og framkvæmdir á Miðbæjarsvæðinu.


Fundi slitið.