Bæjarráð

3132. fundur 27. mars 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3132. fundur
27. mars 2008   kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Kolbrún Magnúsdóttir fundarritari




1.          Flugfélag Íslands ehf.
2008030102
Fulltrúar Flugfélags Íslands Árni Gunnarsson og Ingi Þór Guðmundsson mættu á fund bæjarráðs til viðræðna um málefni félagsins og flugsamgöngur.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Flugfélags Íslands ágæta kynningu og umræður.


2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045
Lögð fram fundargerð 5. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. mars 2008.  Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.


3.          Landsmót UMFÍ 2009
2007020074
Tilnefning fulltrúa Akureyrarbæjar í Landsmótsnefnd vegna 26. Landsmóts UMFÍ.  
Skv. 2. gr. samnings dags. 9. október 2007 milli UMFÍ annars vegar og UFA og  UMSE hins vegar er gert ráð fyrir að landsmótsnefnd verði skipuð fulltrúum þeirra samtaka ásamt  fulltrúa frá Akureyrarbæ.
Bæjarráð skipar Ólaf Jónsson fulltrúa Akureyrarbæjar í landsmótsnefnd og Agnesi Arnardóttur til vara.


4.          Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - aðalfundur 2008
2008030074
Erindi dags. 11. mars 2008 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins föstudaginn 4. apríl 2008 kl. 15:30 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Vakin er athygli á að þeir fulltrúar sem sveitarstjórnin kýs til setu á landsþingi sambandsins eru ekki lengur sjálfkrafa fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi lánasjóðsins.
Bæjarráð felur fulltrúum Akureyrarbæjar á landsþingi sambandsins, Hermanni Jóni Tómassyni, Hjalta Jóni Sveinssyni, Gerði Jónsdóttur, Baldvini H. Sigurðssyni og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur að vera fulltrúar bæjarins á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga. Bæjarstjóri Sigrún B. Jakobsdóttir fer með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


5.          Rarik ohf. - samráðsfundur 2008
2008030085
Erindi dags. 12 mars 2008 frá forstjóra Rarik ohf. þar sem boðað er til samráðsfundar með sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi föstudaginn 11. apríl nk. kl. 15:00 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14,  Akureyri.
Lagt fram til kynningar.


6.          Umhverfisráðstefna í Västerås - 2008
2008030092
Erindi móttekið 14. mars 2008 frá Västerås þar sem boðað er til samráðsfundar vinabæja um umhverfismál 25.- 27. ágúst 2008. Boðað er til fundarins í framhaldi af ráðstefnu í Álasundi árið 2007 og yfirlýsingu sem unnið var að á þeim fundi og vinabæirnir hafa lýst stuðningi við.
Lagt fram til kynningar.


7.          Siglingasamband Íslands - framkvæmdastyrkur til Nökkva
2008030078
Erindi dags. 25. febrúar 2008 frá Úlfi H. Hróbjartssyni f.h. stjórnar Siglingasambands Íslands þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna frétta úr bæjarstjórn Akureyrar um að framkvæmdastyrkur til Nökkva félags siglingamanna á Akureyri verði dreginn til baka.  
Bæjarráð felur bæjarstjóra að upplýsa bréfritara um stöðu málsins.


8.          Gróðurhús í Kjarnaskógi - gatnagerðargjöld
2008030101
Erindi dags. 19. mars 2008 frá Katrínu Ásgrímsdóttur f.h. Sólskóga ehf. þar sem þess er farið á leit við bæjarráð Akureyrar að gatnagerðargjöld á gróðurhús í Kjarnaskógi verði felld niður eða lækkuð verulega á grundvelli greinar 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda í Akureyrarkaupstað.
Bæjarráð telur eðlilegt að verða við erindi um lækkun gatnagerðargjalda vegna hússins, sbr. heimild í grein 5.3. í gatnagerðargjaldskrá, enda er lóðin leigð til mjög takmarkaðra nota og takmarkaðs tíma og mannvirki sem á henni kunna að vera í lok leigutíma munu falla til bæjarins endurgjaldslaust. Bæjarráð samþykkir að gatnagerðargjald miðist við 1% af byggingarkostnaði vísitöluhúss og verði kr. 2.436.394.


9.          Lánssamningur 2008 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
2008030106
Lögð fram drög að lánssamningi nr. 9/2008 milli Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem lánveitanda og Akureyrarkaupstaðar sem lántaka.
Bæjarráð samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300 milljónir króna til 2ja ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


10.          Lýðræðisdagurinn 12. apríl 2008
2008010203
Bæjarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi fyrir lýðræðisdaginn.
Lagt fram til kynningar.


11.          Mat á starfsreynslu frá ríki og almennum markaði
2007120067
1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 18. mars 2008:
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 20. desember 2007 eftirfarandi tillögu kjarasamninganefndar: "Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð Akureyrarbæjar að frá og með 1. janúar 2008 verði starfsreynsla frá ríki metin til starfsaldurs með sama hætti og starfsreynsla hjá sveitarfélögum." Lagt er til að óskað verði eftir heimild bæjarráðs til að meta starfsreynslu hjá fyrirtækum á almennum markaði í þeim tilvikum sem um er að ræða starfsreynslu úr sambærilegu starfi sem nýtist í starfi hjá Akureyrarbæ.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að frá 1. apríl 2008 verði heimilt að meta starfsreynslu hjá fyrirtækum á almennum markaði í þeim tilvikum sem um er að ræða starfsreynslu úr sambærilegu starfi sem nýtist í starfi hjá Akureyrarbæ.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.



Fundi slitið.