Bæjarráð

3130. fundur 06. mars 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3130. fundur
6. mars 2008   kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Sameiginleg framtíðarsýn fyrir grunnskólastarfið 2007-2020
2007050054
Skýrsla byggð á vinnu Félags grunnskólakennara, Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyrarbæjar mætti á fundinn og kynnti skýrsluna.
Bæjarráð fagnar því að gott samstarf hefur tekist með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands um mótun sameiginlegrar framtíðarsýnar fyrir grunnskólastarf í landinu.
Bæjarráð þakkar Gunnari Gíslasyni fyrir ágæta kynningu á þeirri vinnu sem hér um ræðir.2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045
Lögð fram fundargerð 4. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. febrúar 2008. Fundargerðin er í 2 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið til skóladeildar.3.          Færeyjar - fjársöfnun til styrktar sjávarþorpinu Skálavík
2008020194
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. febrúar 2008:
Níels Jakob Erlingsson, kt. 100733-6099, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og gerði grein fyrir skaða sem varð í Skálavík í Færeyjum vegna ágangs sjávar. Óskaði hann eftir framlagi Akureyrarbæjar í söfnun vegna tjónsins.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.  Færist af styrkveitingum bæjarráðs.


4.          Alþjóðahúsið á Norðurlandi ehf. - þjónustusamningur
2008020195
4. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 13. febrúar 2008:
Lögð fram drög að samningi við Alþjóðahús um rekstur Alþjóðastofu.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir samninginn.
Lagður fram þjónustusamningur dags. 29. febrúar 2008 sem undirritaður var með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


5.          Félagsþjónusta - endurnýjun samninga við nágranna
2008020168
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 3. mars 2008:
Lögð fram drög að samningum um ráðgjafaþjónustu Akureyrarbæjar við nágrannasveitarfélög.
Félagsmálaráð samþykkir þessi samningsdrög fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Samningarnir eru við Arnarneshrepp, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgárbyggð og Svalbarðsstrandarhrepp.
Bæjarráð samþykkir framlagða samninga við Arnarneshrepp, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgárbyggð og Svalbarðsstrandarhrepp.


6.          Reiðhöll - rekstur
2005050026
2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 20. desember 2007:
Erindi dags. 6. desember 2007 frá Ástu Ásmundsdóttur formanni Léttis þar sem farið er fram á stuðning vegna reksturs reiðhallar.
Íþróttaráð tekur jákvætt í erindi Léttis og telur að skoða verði aðkomu Akureyrarbæjar að föstum rekstri reiðhallarinnar sem og að styrkja starfsemi barna, unglinga og fatlaðra í húsinu. Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs og felur deildarstjóra að skila gögnum til ráðsins í samræmi við umræður á fundinum.
Áður á dagskrá bæjarráðs 10. janúar 2008 þar sem afgreiðslu var frestað.
Gerð grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


7.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - starfshópur um almenningssamgöngur
2007120088
Erindi dags. 29. febrúar 2008 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar þar sem kynnt er tillaga og greinargerð frá starfshópi um almenningssamgöngur í Eyjafirði. Meðfylgjandi er einnig fundargerð starfshópsins dags. 21. febrúar 2008.
Lagt fram til kynningar.


8.          Eyþing - fundur með þingmönnum Norðausturkjördæmis
2008010196
Lögð fram fundargerð frá fundi stjórnar Eyþings með þingmönnum Norðausturkjördæmisins dags. 15. febrúar  2008.
Lagt fram til kynningar.


9.          Önnur mál
2008010014
a)  Jóhannes Gunnar Bjarnason ræddi um starfsmannahald íþróttafélaganna í samanburði við íþróttafélögin á höfuðborgarsvæðinu.

b) Oddur Helgi Halldórsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Ég óska eftir yfirliti hvenær 17. grein Innkaupareglna Akureyrarbæjar hefur verið beitt, á árinu 2007 og það sem af er 2008.  Þar vil ég að komi fram eftirfarandi:
   Dagsetning
   Hvaða verk, þjónusta eða vara var keypt
   Hver var fjárhæð viðskiptanna
   Hver gaf undanþáguna
   Rökstuðningur, hvers vegna undanþáguákvæði var beitt.
Óska eftir að svör liggi fyrir á 1. eða 2. fundi bæjarráðs í apríl 2008.


Fundi slitið.