Bæjarráð

3129. fundur 28. febrúar 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3129. fundur
28. febrúar 2008 kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Víðir Benediktsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1. Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. febrúar 2008. Fundargerðin er í 10 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdadeildar, 3. lið til samfélags- og mannréttindaráðs, 4. og 10. lið til íþróttadeildar, 5. og 7. lið til skipulagsdeildar, 6. lið til skóladeildar og 8. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar.


2. Samband íslenskra sveitarfélaga - 22. landsþing
2008020063
Erindi dags. 6. febrúar 2008 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til 22. landsþings Sambandsins í Reykjavík föstudaginn 4. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.


3. Menningarhúsið Hof - undirbúningur rekstrar
2008020172
Lagður fram samningur dags. 22. febrúar 2008 um ráðgjafavinnu vegna undirbúnings rekstrar Hofs, sem m.a. felur í sér úttekt á rekstrarfyrirkomulagi, endurskoðun á rekstrar- og tekjuáætlunum, gerð samninga við stærstu notendur og skilgreiningu á helstu verkferlum hússins eftir að það verður komið í notkun.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Víðir Benediktsson sat hjá við afgreiðslu.


4. Geislagata 12 - kaupsamningur
2007120052
Lögð fram drög að kaupsamningi milli Akureyrarbæjar og Fjölumboðsins um kaup Akureyrarbæjar á eign Fjölumboðsins að Geislagötu 12.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.
5. Starfsáætlun umhverfisnefndar 2008
2008010157
4. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 21. febrúar 2008:
Starfsáætlun umhverfisnefndar 2008-2011 tekin til afgreiðslu.
Umhverfisnefnd samþykkir starfsáætlunina með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar starfsáætlun umhverfisnefndar til umræðu í bæjarstjórn.


6. Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2008
2008010157
1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 21. febrúar 2008:
Unnið að starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2008-2010.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin og felur framkvæmdastjóra að ljúka gerð þeirra í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð vísar starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu til umræðu í bæjarstjórn.


7. Þriggja ára áætlun 2009-2011 - síðari umræða
2008010204
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2009-2011 sem bæjarstjórn 19. febrúar sl. vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Formaður bæjarráðs kynnti tillögur meirihluta um breytingar á framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.Fundi slitið.