Bæjarráð

3128. fundur 14. febrúar 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3128. fundur
14. febrúar 2008   kl. 09:00 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Eining-Iðja - úttekt á/eftirlit með undirverktökum
2008020054
Erindi dags. 8. febrúar 2008 frá Birni Snæbjörnssyni f.h. Eingar-Iðju varðandi fyrirspurn til bæjarráðs um úttekt á/eftirlit með undirverktökum sem vinna við opinberar framkvæmdir á vegum bæjarins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Í innkaupareglum Akureyrarbæjar eru m.a. ákvæði um að verktakar sem vinna hjá Akureyrarbæ skuli vera í skilum með launatengd gjöld og á grundvelli þessa ákvæðis hefur verið fylgst með þessu af hálfu bæjarins. Ekki eru í innkaupareglunum ákvæði af þessu tagi um undirverktaka og Akureyrarbær því ekki í stöðu til beinna afskipta af þeim. Innkaupareglunum er m.a. ætlað að stuðla að samkeppni á markaði varðandi sölu á vörum, verkum og þjónustu til Akureyrarbæjar.
Bæjarráð hvetur þá verktaka sem vinna á vegum bæjarins til að sjá til þess að undirverktakar þeirra virði reglur vinnumarkaðarins og greiði tilskilin gjöld vegna starfsmanna sinna til viðkomandi stéttarfélags.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og hagsýslustjóra að hefja undirbúning að endurskoðun innkaupareglna Akureyrarbæjar.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.
       
Baldvin H. Sigurðsson lagði fram bókun svohljóðandi:
   "Ég fer þess á leit við bæjarráð Akureyrar að ráðið krefjist þess af verktökum og undirverktökum á þeirra vegum sem starfa fyrir bæjarfélagið, að þeir hlíti reglum vinnumarkaðarins um lög og lágmarkskjör starfsmanna sem starfa við framkvæmdir sem unnar eru fyrir Akureyrarkaupstað."


2.          Starfsáætlun skólanefndar 2008
2008010157
3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 4. febrúar 2008:
Fyrir fundinum lá tillaga að starfsáætlun skólanefndar 2008-2012.
Meirihluti skólanefndar samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en Dýrleif Skjóldal og Sigurveig S. Bergsteinsdóttir sátu hjá.
Bæjarráð vísar starfsáætluninni til umræðu í bæjarstjórn.


3.          Starfsáætlun samfélags og mannréttindaráðs 2008
2008010157
2. liður í fundargerð samfélags og mannréttindaráðs dags. 13. febrúar 2008:
Lögð fram drög að starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs 2008-2010.
Meirihluti samfélags- og mannréttindaráðs samþykkir starfsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.        
Gerður Jónsdóttir og Ingólfur Á. Jóhannesson sátu hjá.
Bæjarráð vísar starfsáætluninni til umræðu í bæjarstjórn.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


4.          Naustaskóli -- undirbúningur
2005060023
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. febrúar 2008:
Fyrirspurn frá bæjarráðsmanni Oddi Helga Halldórssyni varðandi uppbyggingu Naustaskóla.
Formaður bæjarráðs upplýsti um stöðu mála.

5.          Þriggja ára áætlun 2009-2011
2008010204
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar  fyrir árin 2009-2011.
Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.Fundi slitið.