Bæjarráð

3127. fundur 07. febrúar 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3127. fundur
7. febrúar 2008   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Byggðarráð Norðurþings - heimsókn
2007020125
Byggðarráð Norðurþings Jón Helgi Björnsson, Gunnlaugur Stefánsson og Þráinn Gunnarsson ásamt sveitarstjóra Bergi Elíasi Ágústssyni komu á fund bæjarráðs til viðræðna um stöðu mála varðandi fyrirhugað álver á Bakka.
Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík. Á undanförnum árum hefur alvarlegur samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði haft veruleg áhrif á afkomu fólks, atvinnuöryggi og búsetu á svæðinu. Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar, sem nú heitir Norðurþing, fækkað um 15%. Mest hefur fækkunin verið í aldurshópnum 40 ára og yngri, en í þeim aldursflokki hefur íbúum fækkað um 25%.
Kjölfesta í atvinnumálum er nauðsynleg til þess að snúa vörn í sókn og viðhalda gróskumikilli byggð á Norðausturlandi. Fyrirhugað álver á Bakka getur skapað þessa kjölfestu. Álverið mun skapa um 300 ný framtíðarstörf og afleidd störf verða mun fleiri og áhrifa þeirra mun gæta langt út fyrir Norðurþing, ekki síst á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu.
Bæjarráð skorar því á stjórnvöld að beita sér fyrir því að af þessum framkvæmdum geti orðið sem fyrst.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 31. janúar 2008.  Fundargerðin er í 7 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdadeildar og búsetudeildar, 2. og 5. lið til skipulagsdeildar, 3. og 4. lið til framkvæmdadeildar og 7. lið til íþróttaráðs.3.          Tillaga til þingsályktunar um þyrlubjörgunarsveit á Akureyri
2008020021
Erindi dags. 29. janúar 2008 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um þyrlubjörgunarsveit á Akureyri, 44. mál.
Bæjarráð Akureyrar tekur heils hugar undir þingsályktunartillögu um staðsetningu björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri. Með staðsetningu þyrlu á Akureyri er öryggi sjófarenda á hafsvæðinu fyrir norðan og austan land aukið til muna. Auk þess gegna þyrlur Landhelgisgæslunnar nú mikilvægu hlutverki við björgun á landi og þar getur fjarlægð frá slysstað ráðið úrslitum um það hvernig til tekst.  Á Akureyri er góð reynsla af sjúkraflutningum og FSA er varasjúkrahús landsins. Það er því ljóst að hér er gott bakland til að styðja við þessa starfsemi.
Bæjarráð skorar því á alþingismenn að styðja þingsályktunartillöguna og ríkisstjórnina að koma henni til framkvæmda.


4.          Starfsáætlun framkvæmdaráðs 2008
2008010157
5. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 1 febrúar 2008:
Starfsáætlun framkvæmdaráðs 2008-2011 tekin til afgreiðslu.
Framkvæmdaráð samþykkir starfsáætlunina og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar starfsáætluninni til umræðu í bæjarstjórn.


5.          Starfsáætlun stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 2008
2008010157
3. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 1. febrúar 2008:
Starfsáætlun lögð fram.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir starfsáætlunina og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar starfsáætluninni til umræðu í bæjarstjórn.


6.          Þriggja ára áætlun 2009-2011
2008010204
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar fyrir árin 2009-2011.
Gögn lögð fram á fundinum.

7.          Þjónustuhópur aldraðra - breytt hlutverk
2007080025
Lagt fram minnisblað dags. 5. febrúar 2008 frá Kristínu S. Sigursveinsdóttur, framkvæmdastjóra búsetudeildar Akureyrarbæjar varðandi breytingar á framkvæmd vistunarmats skv. lögum nr. 29/2007.
Bæjarráð undrast mjög þessa breytingu á mati á vistunarþörf og hvernig að henni var staðið.  Ráðið tekur undir þau sjónarmið sem fram hafa komið hjá félagsmálaráði og þjónustuhópi aldraðra að með þessum breytingum sé stigið skref aftur á bak í þjónustu við aldraða á svæðinu.
Bæjarráð skorar á heilbrigðisráðherra að endurskoða afstöðu sína og veita starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri undanþágu frá lögunum hvað þetta tiltekna atriði varðar þannig að áfram megi halda að þróa öldrunarþjónustuna á svæðinu í þágu íbúa.


8.          Önnur mál
2008010014
a)  Oddur Helgi Halldórsson óskað bókað:
   "Mér hefur borist til eyrna að misjafnar áherslur séu  í nefndum bæjarins með uppbyggingu Naustaskóla og hvenær hann verður tekinn í notkun.   Því óska ég eftir því að á næsta fundi bæjarráðs verði málið kynnt og samræmd tímaáætlun liggi fyrir."

b)  Gerður Jónsdóttir:
Ræddi samskipti við verktaka sem vinna fyrir Akureyrarbæ.


Fundi slitið.